Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 114
90
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
ir öörum; hann er skynsamur og- hefir ljósa skoðun, er
vel málifarinn og hefir náð talsverðri menntun í bæði ís-
lenzkum og enskum fræðum. Þegar hann hefir gegnt
opinberum störfum hefir hann jafnan þótt leysa þau vel af
hendi. Þegar Kristinn fiutti til Alberta, mun hann hafa
veiið mjög fjelítill, en honum græddist fje smámsaman;
ætla eg að því orði megi áljúka, að hagur hans blómgað-
ist vel og honum yrði flest til vegs og ánægju, eptir að
hann settist hjer að, þangað til árið 1905 að þau hjón urðu
fyrir því' þunga mótlæti að missa Stephan son sinn, 22ja
ára að aldri, hinn mesta atgjörfismann og bezta dreng;
það var sem dauðinn hefði fengið leyfi til að kjósa fyrir
odd, hinn ágætasta úr ungramanna hópnum meðal vor,
enda mátti segja, að hann væri fytir þeim sakir flestra
hluta; var hann harmaður mjög af foreldrum sínum og
ættfólki og jeg ætla víst, að allir, sem höfðu nokkur kynni
af honum minnist hans með eftirsjá og söknuði. Stephan
sál. dó af taugaveikinni suður í Calgary. Var lík hans
flutt norður og grafið á eignarjörö foreldra hans, þar sem
er ákveðinn grafreitur ættarinnar, var hann hinn fyrsti,
sem jarðaður var í þeim reit; grafreitur þessi er suður
frá bænum á fögrum grasfleti meðfram árgilinu; þar hvílir
unga mikilmennið og við hlið hans Gestur sál. Stephans-
son, frændi hans og amma þeirra, Guðbjörg Hannesdóttir.
Grafreitur þessi er löggiltur fyrir alda og óborna, að því
jeg bezt veit. Stephan skáld kvað eptir nafna sinn og
frænda, hugðnæm og innileg minningarljóð, sem prentuð
eru í ljóðasafni hans ,,Andvökur“ I., bls. 187. Hinn son
ur þeirra hjóna Kristins og Sigurlaugar, vinnur heimahjá
þeim. Dóttur sína giptu þau Jóhanni Sigurði, syni Bjarna
Jónssonar og eru þau í sambýli við foreldra sína þessi ár-
in; stendur heimilishagur þeirra mága mjög vel, að því er
sjeð verður.