Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Page 115
ALMANAK 1912.
91
41. ÞÁTTUR.
Þórarinn Guðmundarson. Um ætt Þórarins verö-
ur hjer lítiö sagt,
sem áreiðanlegtsje.
Hann er Skagfirð-
ingur í fööurætt.
Guömundur faöir
hans var í Skolla-
tungu í Göngu-
skörðum í Skaga-
fjarðarsýslu nokkur
ár, áður hann færi
til Ameríku; ermjer
svo sagt, að Guð-
mundur sá væri
Pjetursson ættaður
utan úr Fljótum.
Móðir Þórarins hjet
Ása, en um ætt
hennar er mjer lítið
kunnugt; það er þó
ætlun mín, að ætt
hennar hafi verið
norður í Þingeyjarsýslu, helzt í Aðal-Reykjadal eða út á
Tjörnesi og að hún hafi verið í frændsemi við Jakob á
Breiðumýri, en þetta er aðeins tilgáta mín, dregin að lík-
um. Kunnugt er mjer að Þórarinn er nærskyldur Jó-
hönnu Einarsdóttir, konu Vigfúsar Halldórssonar, en ætt
Jóhönnu var norður þar, eins og sagt er í II. kafla, 17.
þætti. Fimm voru systkini Þórarins; þrjú dóu í æsku,
en tvær systur eru á lífi: Þóra og Sigríður, báðar giptar
enskum mönnum, búsettum í Winnipeg. Þórarinn er
fæddur 1870 og mlssti móður sína litlu síðar. Þórarinn