Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Side 119
ALMANAK 1912.
95
Holti í Fljótum. Anna Kristín átti 19 systkini; af þeim
eru á lífi fjögur; öll hjer vestanhafs: tveir bræöur, Stef-
án Guölaugur og Sveinn báðir í Winnipeg og tvær syst-
ur: Elín Petrína, gipt Albert Þiörikssyni, við Húsavík í
Nýja-íslandi og Guðlaug Sezelía, gipt Friðrik Friðriks-
syni, Brú-pósthús, Argyle, Man. Sigurður og Anna Krist-
ín eiga sex börn; hið elzta þeirra heitir Stefán Sigurður.
Sigurður fór vestur um haf frá íslandi, árið 1888;
fór hann þá til N.-Dakota, til móts við Þórarinn mág sinn
og Hallfríði systur sína; dvaldi hann þar syðra hin næstu
missiri, en árið 1891 fór hann vestur til Alberta ásamt
Þórarni og fleirum; var hann þá um sinn með þeim hjón-
um Þórarni og systur sinni, sætti hann þá daglauna vinnu
einkum suður í Calgary og þar giptist hann Onnu Krist-
ínu. Árið 1894 mun hann hafa byggt sjer heimili á landi
því er liggur næst að vestan við land það er Jón G. Pálma-
son settist á, en bjó þar eigi lengi heldur færði bú sitt á
næsta land til norðurs; nam hann það Iand og hefir
búið þar síðan. Ekki settu þau hjón bú saman með
miklum efnum; eigi að síður græddist þeim brátt fje;
bar til þess einkum tvennt: að þau sátu á einni af ninum
beztu bújörðum sveitarinnar og þó öllu heldur hitt, að
bæði voru samvalin að dugnaði og ráðdeid og þurftu í
því efni hvorugt á annað að deila, bú þeirra er nú eitt af
hinum beztu og stærstu búum byggðarinnar.
43. ÞÁTTUR.
Jón Gottvill Pálmason. Pálmi faðir Jóns hafl5i það
kenningarnafn, að hann var nefndur Skaga-Pálmi, var
það dregið af landsvæði því er Skagi er nefndur og liggur
meðfram Skagafirði vestanverðum að sjó fram og mun
Pálmi hafa dvalið þar lengst lífdaga sinna. Jón hjetfaðir
Pálma og er mjer svo sagt, að hann væri Guðmundarson
frá Móbergi í Langadal í Húnavatnssýslu. Skaga-Pálmi