Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Síða 120
96
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON
var djúpvitur rr.aSur og kunni margt í fornum fræöum og
þótti ástundum ekki dælt viö hann að fást, skáldmæltur
var hann og fljótur að kasta fram kviölingum við tækifæri;
hann var á þeim tíma vel mentaöur maöur, las og skildi
danska og þýzka tungu; hann fjekkst lengi við smáskamta
Lækningar og þótti heppnast þær vel. Móðir Jóns Gott-
vils, var Margrjet dóttir Guðmundar Gunnarssonar, er
lengi bjó á Skíðastöðum í Ytri-Laxárdal í Skagafjaröar-
sýslu, hann var albróöir Gunnars ríka á Skíðastöðum; var
Gunnar sá talinn einhver ríkasti maður á þeim tímum um
Skagafjörð, annar en síra Jón prófastur Hallsson í Glaum-
bæ. Gunnar bjó lengi á Skíðastöðum við rausn mikla og
dó þar. Hans dóttir var Sigurlaug, sem átti Ólafur Sig-
urðarson, umboðshaldari á Ási í Hegranesi; voru þær
því bræðradætur Sigurlaug og Margrjet móðir Jóns Gott-
vils. Þessir Gunnarssynir voru fjórir og tvær systur og
voru þau systkini afkomendur Barna-Gunnars á Hvals-
nesi og er hans að nokkru getið í 42. þætti hjer að fram-
an. Jón Pálmason átti engan bróður en fjórar systur,
sem fóru allar vestur um haf, til Canada. Tvær eru dán-
ar; hinar eru. Elín alsystir Jóns og Ingibjörg hálfsvstir
hans. Elínar fekk sá maður er Gunnar heitir, bóndi við
Mountain, N.-Dakota; sonur Guðmundar, er lengi bjó á
Hofstöðum á Skagaströnd, Gunnarssonar frá Skíða-
stöðum; eru þau hjón þrímenningar að frændsemi. Ingi-
björgu átti Bjarni bóndi við Mountain, N.-Dakota, Bene-
diktsson frá Eiðsstöðum í Blöndudal í Húnavatnssýslu.
Jón Gottvill Pálmason fór vestur um haf árið 1874; var
þá mikill mannflutningur vestur, meiri hlutinn af þeim
flokki settist að í Kinmount, Ontario. Dvaldi Jón þar
um sinn, en fór árið næsta 1875, tilNýja íslands að Gimli,
Man.; þar nam Jón land og var á því þrjú ár; þá flutti
hann til Winnipeg og vann þá hjá bændum í Manitoba