Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Síða 124
100
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
norður aptur og þá numið land skammt norðaustur frá
Tindastóll, þar sem hann bjó síðan.
46. ÞÁTTUR.
Indriði Friðriksson (Reinholt). lndriði Reinholt,
er fæddur árið 1863. Faðir hans var Jafetsson, var mjer
svo sagt, að þeir forfeður Indriða, væru komnir af þýzk-
um ættum. Móðir Indriða var Sólveig Rebekka dóttir
Benedicts Björnssonar, sem lengi var póstur á Austur-
landi. Systkini Indriða, sem á lífi eru: Friðrik, bóndi í
í Ramsey-hjeraði í N.-Dakota og tvær systur: Ágústa og
Valgerður, báðar giptar enskum mönnum. Indriði fór
vestur um haf árið 1879 og var þá 16 ára að aldri. Hjelt
hann þá til Dakota og var þar síðan lengi. Vann Indriði
þá stöðugt hjá bændum um langan tíma, einkum norsk-
um, nam hann þá bæði enska tungu og norska; norsku
talar hann svo vel, sem hann væri innfæddur í Noregi.
Indriði kvæntistárið 1887, Guðbjörgu, dóttir Jasonar Þórð-
arsonar frá Sigríðarstöðum í Vesturhópi í Húnavatnssýslu.
Móðir Guðbjargar hjet Anna, hún var dóttir Jóhannesar
á Vatnsenda, er sá bær vestanvert við Víðidal í Húna-
vatnssýslu. Guðbjörg á þrjú systkini á lífi: Jóhannes,
bónda við Foam Lake, Sask.; Steinunn, gipt Jóhanni
Sveinssyni við Burnt Lake, Alta og Anna Ingibjörg, gipt
Jónasi Kristjánssy.ni við Milton, N.-Dakota. Guðbjörg
fór til Ameríku 18 ára gömul; hafði hún þá verið áður
þjónustumær á Kornsá í Vatnsdal hjá þeim hjónum Lár-
usi Þ. Blöndal, sýslumanni í Húnaþingi og frú hans; mun
það mjög hafa hlúð að því, að Guðbjörg var hin mesta
þrifnaðar og myndarkona. Ekki mun Indriði hafa numið
land í Dakota, en kunnugt er mjer að hann keypti þar
land og hafði búnað á því; ætla eg að Indriði legði þar
margt á gjörfa hönd; bæði stundaði hann akurvrkju og