Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Side 127
ALMANAK 1912.
103
ur, að ,,sá yrði að hafa vit í höfði og' bein í hendi, sem
dragi hlut úr hendi Jónasar á SyðstavatniHann var
hollráður og tryggur vinum sínum, en eigi gjörði hann
sér alla að vinum, og ekki þótti dælt við hann að
fást, er hann snerist á móti. Jónas var talinn vel
menntaður á þeim tíma og fróður um margt, hann
stundaði lækningar og var heppinn og áreiðanlegur í þeitn
efnum. Jónas átti konu þá er Sigurlaug hjet, hún var
dóttir Einars á Yztavatni; þau hjón Jónas og Sigurlaug
áttu tvö börn, Jón og Ingibjörgu. Jónar bjó lengi á
Syð.stavatni og dó þar. Jónas átti eina dóttir áður hann
kvæntist, Guðrúnu að nafni; hana átti Sveinn Guðmund-
arson í Sölvanesi; móðir Guðrúnar hjet Margrjet Eiríks-
dóttir. Ingibjörgu dóttur Jónasar átti Bjarni Skúlason,
sem lengi bjó á Álfgeirsvöllum og Syðstavatni. Jón Jón-
asson kvæntist konu þeirri er María hjet, dóttir Rögn-
valdar bónda á Skíðastöðum í Lýtingsstaðahreppi, Þor-
valdssonar, Kristjánssonar frá Kimbastöðum í Borgar-
sveit. Móðir Maríu var Ingbjörg Guðmundardóttir frá
Mælifellsá. Guðmundur á Mælifellsá átti fyrir konti,
Rannveigu Skúladóttur frá Axlarhaga; systir Rannveigar
var Ingibjörg kona Þorsteins Pálssonar á Reykjavöllum,
hans son var Skúli, faðir Guðmundar þess er bjó lengi á
Reykjavöllum, en flutti vestur um haf, litlu eptir 1870,
faðir þeirra lögmannanna Barða og Skúla í Grand Forks,
N.-Dakota. Jón Jónasson var vel gefinn maður-um flest
og hinn bezti drengur í allri raun; hafði ljósar og skýrar
gáfur, var lipurmenni og alúðarmaður í allri framkomu
sinni við alla. Hann stundaði lækningar, bæði heima á
Islatidi og eptir að hann kom til þessa lands, með alúð og
vandvirkni, og heppnaðist það í flestum tilfellum vel. En
n.est var um það vert, að öll hans framkoma í orði
og verki, bar órækan vott þess, að hann var góður