Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Side 128
104
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
maður. Þau Jón og María eignuðust átta börn; af þeim
eru á lífi þrjú: Jónas, sem þessi þáttur talar um og tvær
systur, Anna Guðrún, gipt Samsyni Bjarnasyni, bónda í
Pembina-hjeraði, N.-Dakota, og Ingibjörg, gipt Helga
Sigurði Helgasyni, tónfræðingi frá Reykjavík; voru þeir
Helgi faðir hans og Jónas Helgason, söngstjóri við dóm-
kirkjuna í Reykjavík, bræður. Jón og María bjuggu fyrst
á Syðstavatni nokkur ár, en þaðan fiuttu þau að Saurbæ
í sömu sveit og bjuggu þar þangað til árið 1876, að þau
fluttu vestur um haf til Nýja-íslands og voru þar þrjú ár.
Þaðan fluttu þau fcrið 1879, suður til Pembina-Læjar í N,-
Dakota. Þaðan flutti Jón til íslenzku byggðarinnar í
grennd við Hallson-pósthús; fór þaðan aptur til Pembina;
þar missti Jón konu sína árið 1883; fjell Jóni það mjög
þungt og undi lítt hag sínum eptir það. Tveimur árum
síðar, árið 1885, fór Jón læknir til íslands; giptist hann
þar þá öðru sinni. Jarðþrúði Jónsdóttir. Mun Jón þá hafa
ætlað sjer að setjast um kyrrt á ættjörðu sinni, en eigi
varð það og hvarf hann hingað aptur vestur um haf; hjelt
hann þá enn til Dakota með konu sína. Jón læknir dó
árið 1887 í Hamilton, hjá Önnu Guðrúnu dóttur sinni.
Með seinni konu sinni, átti Jón læknir tvö börn, pilt og
stúlku; pilturinn dó ungur, en stúlkan Margrjet að heiti,
er enn á lífi í Dakota. Eptir að Jón flutti til Dakota,
nam Jónas sonur hans land austur frá Hallson. Árið 1887
kvæntist Jónas, ungfrú Ingibjörgu Arnveigu Sigfúsdóttur
Gíslasonar, Ólafssonar frá Húsey í Vallhólmií Skagafirði.
Móðir Sigfúsar var Rannveig Sigfúsdóttir bónda á Svaða-
stöðum í Blönduhlíð, en móðir Rannveigar á Svaðastöð-
um var Guðrún Skúladóttir á Skíðastöðum í Lýtings-
staðahreppi. Móðir Guðrúnar á Skíðastóðum, var Vigdís
Magnúsdóttir; var Vigdís sögð laundóttir Halldórs bisk-
ups á Hólum í Hjaltadal. Systur Guðrúnar á Skíðastöð-