Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 131
ALMANAK 1912.
107
Leiðrjettingar við II. kafla.
6. þæíti. Rangfhermt er .það, að Norðurárdalur sje í Borgar-
ljarðarsýslu, hann tilheyrir Mýrasýslu.
8. þætti. Rangt er það, að Guðmundur Jónsson ætti dóttur,
sem Þuríður hjeti; einnig er það ekki rjett, að kona Guðmundar dæi
á Islandi, hún dó í Graf'ton, N.-Dakota.
ii. þætti. Tvær málsgreinar eru þar algjörlega rangfærðar,
þær eiga að lesast þannig: Guðmundur sá, var Sveinsson, bróðir
Sölva gamla á Syðri-Löngumýri í Blöndudal, föður þeiri a Sölva og
Sigurðar, er fóru vestur um haf. Sölvi gamli var prúðmenni hið
mesta og laglega skáldmæltur; hagmæltir voru og þeir synir hans,
Sölvi þó langt framar; hann var spekingur að viti og slingur hag-
yrðingur, en glettinn og napur í kveðskap.
I 18. línu að ofan lesist: Tvær dætur misstu þau; önnur
tveggja ára.
14. þætti. Rangt er það, að Guðiuundur faðir Stepháns skálds,
dæi í Wisconsin, hann dó í Dakota. Villa er það, að Stephán hafi
giptzt 1889, á að lesast 1878 Einnig hafa fallið úr tvö orð, á að
vera veikir og fáir.
]9- þætti. Hefir fallið úr á eptir orðunum: ,,sumarið 1890“:
þau Guðmundur og Guðbjörg hafa eignast þrjú börn: Þórdísi og
Aðalstein, sem dóu bæði ung; annar sonur þeirra lifir, Björn að
nafni, 16 ára gamall.
I 5. línu að ofan lesist: bróðir.