Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Side 133
ALMANAK 1912.
109
mamma mér, að reyna viö fólkiö í græna húsinu stóra,
hinumegin við götuna“.
,,Nú, jæja, ætl’ þú megir ekki fá minn“. Mrs. Allen
tók fjaörasópinn ofan af snaga og lét hann faras ömu
leiöina og hitt. „Flýttu þér nú heim og hjálpaðu henni
mömmu þinni til, og mundu aÖ skila öllu aftur undireins
og þið eruö búin að halda á því. Og vertu nú væn lítil
stúlka!“
,, Yes ma’ar/2, eg skal muna það“. Barnið fór sína
leið, en Mrs. Allen kveiö fyrir því meö sjálfri sér, aö
fá fólk í nágrenniö, sem alla tið væri að biðja um að lána
sér eitthvað.
Eftir tæpa klukkustund kom litla stúlkan aftur, spaða
laus og sóba laus og bað um að lána sér tekönnu.
,,Hvað er að tarna, barn, þú hefir ennþá ekki skilað
aftur því sem þér var lánað“ mæUi Mrs. Allen.
,,A’o ?na'am, ekki ennþá. Húsið er fjarskalega ó-
. hreint og mamma segir, að það taki líklega allan daginn
á morgun, aö gera það hreint“.
Mrs. Allen setti hljóða. Sófiarnir hennar, og báðir
nýjir, þar að auki. Þeir mundu verða betri eftir, þegar
þeir kæmu úr láninu!
,'Please, ?wa’<zw“,sagði litla stúlkan rauðhærða, og
lét ekki svipinn á hinni fá á sig hið minsta, ,,megum \ ið
fá tekönnuna þína?
Mrs. Allen langaði í svip til að löðrunga freknóttu
kinnarnar á barninu, en hún hugsaði til heiðingjanna, og
hugsaði með sér, að það væri kristileg skylda sín, aðskoða
þessa bónbjarga nágranna eins og heiðingja, og breyta
ekki ver við þá heldur en villimennina Senegambia. Hún
sótti eirkönnuna sína og fekk telpunni.
,,Þú mátt fá hana með því móti, að þú skilir til henn-