Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Síða 136
112
ÓLAKUR S. THORGEIRSSON
mín, þér er velkomiö aö fá molann ogf eiga hann“. Mrs.
Allen tæmdi ís-skápinn hjá sér, vaföi klakann í dagblaö
ogf fekk telpunni.. ,,Þaö er slæmt aö ung-a barniö skuli
vera veikt! Eg- vona að því batni fljótt aftur. En hvernigf
stendur á því barn, að þið hafiö ekki skilaö méraftur strá-
sóflinum ogf sorpspaðanum og fjaðrasópinum ogf tekönn-
unni? Manstu ekki aö eg sagföi þér að eg þyrfti á þeim
aö halda sjálf?“
,,Yes ma'am, en barnið var veikt í alla nótt. Eg fekk
lánaöa mjólk hjá fólkinu í græna húsinu hinu megin, og
hún hlýtur aö hafa veriö súr, og svo gleymdi eg alveg aö
skila þessu aftur“.
,,Hvaö er að heyra aÖ tarna barn, þurfiö þið líka aö
fá lánaö til að borða?“ spuröi Mrs. Allen, og var mikið
niÖri fyrir.
Sá gamli hafði staðiö upp úr sæti sínu og kotn nú rölt-
andi til að vita hvaö um væri að vera. Litla stúlkan
svaraði ekki spurningjunni, leit ekki einu sinni við hinni
þriflegu Mrs. Allen, heldur staröi á gamla manninn nieö
miklum gleðisvip, þangað til hún hrópaði upp yfir sig:
,,Ó, en hvaö þetta er hreinn og fallegur afi!“
Mrs. Allen var væn kona í rauninni, og rann öll
þykkja, því hana tók sárt til litlu stúlkunnar rauðhæröu,
aö afi hennar skyldi ekki vera hreinn og fallegur.
,,Hlauptu nú heim, góöa mín, og ef barninu versnar,
þá segðu henni mömmu þinni, að senda eftir Dr. Brown.
Yes ma'am. Litla stúlkan tók augun af öldungnum
og flýtti sér burt með klakann.
,,Það er skerpa í þessum krakka“, sagði Allen afi
hlægjandi. ,,Heyröurðu hvað hún sagöi, Beta, að eg
væri hreinn og fallegur gamall maður?“
,,Já afi, öllum þykir vænt um þig“, sagði Mrs. Allen
og leiddi öldunginn að sæti hans. Hann haföi tvo um