Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Page 154
A G R I P
af reglugjörð um heimilisréttarlönd
Canada Norðvesturlandinu.
Sérhver manneskja, sem fjölskyldu hefir fyrir að sjá, o# sérhver
karlmaður, sem orðinn er 18 ára, hefir heimilisrétt til fjórðungs úr
,,section“ af óteknu stjórnarlandi í Manitoba, Saskatchewan eða
Alberta. Umsækjandinn verður sjálfur að koma á landskrifstofu
stjórnarinnar eða undirskrifstofur í því héraði. Samkvæmt umboði
og; með sérstökum skilyrðum má faðir, móðir, sonur, dóttir, bróðir,
eða systir «imsæjanda, sækja um landið fyrir hans hönd á hvaða
skrifstofu sem er.
Skyldur. — Sex mánaða ábúð á ári og ræktun álandinu í þrjú ár.
Landnemi má þó búa á landi,innan 9 mílna frá heimilisréttarlandinu,
og ekki er minna en 80 ekrur og er eignar og ábúðarjörð hans eða
föður, móður, sonar, dóttur, bróður eða systur hans.
I vissum héruðum hefir landneminn, sem fullnægt hefir landtöku
skyldum sínum, forkaupsrétt (pre-emption) að sectionarfjórðungi
áföstum við land sitt. Verð $3 ekran. Skyldur:—Verður að sitja
6 mánuði at ári á landi í 6 ár frá því er heimilisréttarlandið var
tekið að þeim tíma meðtöldum er til þess þarf að ná eignarbréfi á
heiinilisréttarlandinu, og 50 ekrur verður að yrkja aukreitis.
Landtökumaður, sem hefir þegar notað heimilisrétt sinn og getur
ekki náð forkaupsrétti (pre-emption) á landi, getur keypt heimilis-
réttarland í sérstökum héruðum. Verð $3 ekran. Skyldur:
Verður að sitja 6 mánuði á landinu á ári í þrjú ár, rækta 50 ekrur
og reisa hús $300.00 virði,
W. W. CORY,
Deputy of the Minister of the Interier.