Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Side 47
fóru til Grafton, N. Dakota og giftu sig strax og þangaÖ
kom. BygÖi Hjörleifur sér þegar hús, og voru þar
næstu 7 árin, þá fluttust þau vestur aÖ hafi, voru 5 ár í
Marietta. Næstu tvö ár í Seattle, en til Blaine komu
þau 1897, og þar lézt Hjörleifur áriÖ 1916. Ekkja hans
er enn á lífi í Blaine. Þau Stefánssons hjónin voru án
efa fyrstu íslendingarnir, sem settust að í bænum Blaine,
aÖ meðtöldum þrem öörum, sem komu um líkt leyti:
Benjamin Alexander, Sveinbjörn Björnsson, ('beggja
getið á öðrum stað), og Gu'ömundur nokkur Ásgrímsson,
hálfbróðir Guðrúnar sál. Búason, sem lengi var í Winni-
peg. Hvar þessi Guðmundur er nú—ef lifandi, vitum
vér ekki.—Hjörleifur var skýr maður í bezta lagi, gæt-
inn og vandaður tii orða og verka, og allra manna sjálf-
stæðastur. Mun lítt eða ekki hafa unnið hjá öðrum.
Verzlaði oft með gripi, og mun eitthvað hafa fengist við
fasteignasölu eftir að hann kom til Blaine. Faðir Hjör-
leifs mun hafa verið tvíkvæntur og átt mörg börn. Einn
af hálfbræðrum Hjörleifs, var eða er, Stefán, kaupmað-
ur á Nesi í Norðfirði á íslandi. Annara systkina hans
er lauslega getið i þætti Óla Pálssonar. Bróðir Guðrún-
ar, ekkju Hjörleifs, var Sigurður Tómasson grafreits-
vörður í Reykjavík. — Af fjórum börnum, sem þau
Stefánsson hjónin eignuöust, lifa þrjú, þau eru Björg,
gift Fedinand Stevenson í Vancouver; Valdimar, til heim-
ilis' í Seattle og Tómas í Aberdeen, báðir ógiftir. Fyrstu
árin hér í Blaine, munu þau hjón, Hjörleifur og Guðrún
hafa tekið allmikinn þátt í félagsmálum íslendinga, eink-
um lestrarfélaginu—eftir að það varð til. Mun lestrar-
félagið hafa verið eitt af allra fyrstu félögum í Blaine—
og lifir enn og verður síðar getið. — Guðrún er, eins og
maður hennar var, fáskiftin um flesta hluti, en góð kona
og vel skynsöm.
Almanak 1929. 2.