Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Qupperneq 51
41
Einars Símonarsonar aÖ Fagurhól í Austur Landeyjunl.
Bær sá er skamt frá Bergþórshvoli. Hildur ólst upp á
Fagurhóli og giftist þaöan Ólafi Hreinssyni frá Bataviu
í Vestmannaeyjum. Mann sin misti hún eftir stutla
samveru. Hildur kom til Canada meÖ eitt barn frá
nefndu hjónabandi, dóttur, sem Sigríður heitir, þá i%
árs, 1887. Var á anna'Ö ár í Winnipeg og Selkirk. ÞaÖ-
an fór hún 1889 til Utah og giftist þar Guðmundi Magn
ússyni, ættuðum úr Vestmannaeyjum, en misti hann eftir
14 mánaða samveru. Árið 1901 kom Hildur ásamt Sig-
ríði dóttur sinni til Blaine, og hafa þær mæðgur verið
þar síðan. Hildur er prýðilega skýr kona, en lætur lítið
yfir sér. Sigriöur dóttir Hildar giftist William Dicken-
son 1906 en misti hann 1914 frá 6 börnum. Eru tvö af
þeim dáin. En ekkjan býr nú með börnum sínum 4 hér
í Blaine. Hún er góð og vel gefin kona og börnin mann-
vænleg.
Eyjólfur Stevens. Eyjólfur var sagður bróðursonur
séra Jóns Hallsonar í Glaumbæ, móðir hans hét Kristín
þætt hennar ókunn nú). Eyjólfur var fæddur í Holts-
koti í Skagafirði 1847. Kona Eyjólfs var Ingibjörg Sig-
urlaug, dóttir Andrésar Guðmundssonar og Ingibjargar
Eyjólfsdóttur frá Daufá í Skagáfirði. Hún var fædd á
Stafni í Skagafjarðarsýslu. Þau hjón Eyjólfur og Ingi-
björg komu að heiman 1882 til Winnipeg og dvöldu þar
nokkur ár. Vestur að hafi fluttust þau 1889, fyrst til
Seattle, voru þar á 4. ár, þaðan til Bellingham árið 1893,
voru þar 8 ár, og þaSan til Blaine 1901, og þar lézt Eyj-
ólfur fyrir nokkrum árum. En ekkja hans Ingibjörg býr
þar enn, undir umsjón barna sinna. — Af átta börnum
þeirra lifa nú þessi: Sigfús Ferdinand, heima á íslandi;
Andrés, kvæntur Sigríði Friðbjörnsdóttur, ættaðri úr
Eyjafirði, til heimilis í Vancouver; Ferdinand, kvæntur
Björgu Hjörleifsdóttur Stevens til heimilis í New West-