Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Qupperneq 74
64
tugur, eftir a8 þau komu til Blaine. Fjórar dætur þeirra
lifa, þær eru: Rósa, kona C. R. Casper; Halla Josepllina,
kona Freemans Jóns Jónssonar, og Júlíana María, kona
Theodórs Jóhannessonar, allra getið hér á öðrum staÖ.
Þórður Jóhannesson var fæddur 1851 i Miklaholts-
hreppi í Hnappadalss. Foreldrar hans voru Jóhannes
Árnason og Kristin ÞórSardóttir frá Borg i Hnappadals-
sýslu. ÞórÖur var meÖ foreldrum sínum, og bjó síÖustu
árin heima með móður sinni, að föður sínum látnum.
Vestur um haf fór hann árið 1875. Til Seattle kom hann
árið sem eldurinn lagði borgina í rústir og var þar þang-
að til 1905 að hann flutti til Blaine og þar lézt hann. —
Kona Þórðar var Sigurveig Gísladóttir Sæmundssonar,
fædd 1857 í Preshólahreppi í Þingeyjarsýslu. Ekki varð
þeim hjónum barna auSið.
Magnús Þórðarson, fæddur 1869 að Borg í Skutul-
firði. Foreldrar hans voru hjónin, Þórður Magnússon
Þórðarsonar prests og Guðríður Hafliðadóttir Hafliða-
sonar, fædd i Heydal í ísafjarðars. Foreldrar Magnús-
ar bjuggu lengi i Hattardal hinum meiri. Var Þórður
Magnúss. 2 þingm. ísf. 1881—1885. Dáinn í Baldur,
Man. 7. apr. 1896. Magnús fluttist með foreldrum sín-
um frá Borg að Hattardal, á fyrsta ári, og ólst þar upp
með foreldrum sínum, þar til Þórður brá búi og flutti á
nýbýli, er hann hafði sjálfur reist í Skarðs-landareign í
Ögursveit i ísafj.sýslu. Næsta ár eftir það vann Magn-
úr við ýmislegt á sjó og land'i, þar til árið 1892 að hann
fór vestur um haf ásamt föður sínum og settist að á
Baldur í Manitoba og var þar 10 ár. Á þeim árum vann
hann ýmist bændavinnu eða við járnbrautalagningar. Ár-
ið 1902 fluttist hann til Blaine og hefir verið þar síðan.
Allan þann tíma hefir hann unnið við verzlun, fyrst hjá
öðrurn en síðustu 12 árin upp á eigin reikning og gengið