Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Qupperneq 83
Islenzkar sagnir.
OTÚEL VAGNSSON.
Eftir Jón Kristjánsson.
Þafi cr oriSið alsiða aft slcrifa um menn, sem acS ein-
hverju leyti hafa þótt einkennilegir. L’m Hannes stutta
er t. d. búið að skrifa margar greinar^ og að því er mér
skilst hefir verið einkennilegastur fyrir vöxtinn, montið
og skáldskap sinn, og fyrir hvað glíminn hann var,
íljótur og snar í hreyfingum. Sá, sem hér veröur sagt
frá, var einkennilegastur fyrir sjálfsálit og mont, fimni i
öllu, setn hann æf'Öi í æsku, hve afbragðs skytta hann var
og aflasæll, en svo var hann meiri og merkari maður en
Hannes að því, að hann var giftur, átti fríða konu, að
mörgu leyti myndarlega. Hann bjó allmörg ár sem hóndi(
var einatt formaður er á sjóinn kom, frá ]>ví hann var
unglingur, enda. var honum ómögulegt að vera undir
annara stjórn hvorki á sjó né landi.
Otúel var sonur N’agns bónda, sem lengi bjó á Dynj-
anda í Jöikulfjörðum í norður tsafjarðarsýslu. Vagn var
orðinn gamall maður, er eg sá' hann, hafði hann auðsjá-
anlega verið myndarmaður í sjón, harðlegur og ómjúkur
á manninn og trú höfðu sumir Hornstrendingar á því, að
hann væri fjölkunnugur, eða vissi lengra en nef hans
náði. Mig minnir að sagt væri að gamli A’agn hefði átt
fjóra sonu: Otúel, Jón, Alexander og Veturliða: auk
()túels kyntist eg Jóni og Alexander, voru þeir báðir
mjög myndarlegir menn báðir hraustir að líkamsburðum,