Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Side 88
?8
er eiin vani að menn fari heim og borða er þeir koma
af sjó, áður en aflinn er gjörður til, og svo gjörðum við
í þetta sinn. Otúel var vanur að koma litlu á eftir okk-
ur niður i fjöruna, til að fletja fiskinn, sem er formanns-
ins verk. Nú dvaldist honum venju lengur, svo við há-
setar vorum búnir að öllum okkar verkum á fjörunni,
svo einungis stóð á að fletja fiskinn, fór eg þá að fletja,
en Geir gamli að þvo; þessi Geir var þá vinnumaður
Otúels, eg tók þá eftir að það var einhver hávaði og
gauragangur heima í snjóskygninu, leit eg þá uppeftir, til
að sjá hvað um væri að vera, sá eg þá einhverju svörtu og
fyrirferðarmiklu vera þeytt fram úr skygninu niður í
brekkuna sem hérumbil hvarf á kaf í snjóinn, en brátt
fór þetta að hreifast, og upp stóð þar húsfreyjan heldur
snjóug. Otúel kemur þá út úr snjó slcygninu mjög snúð-
ugur með höndur í siðum og gengur til hliðar við konu
sina, niður eftir til okkar, ýtir við mér og segir: “Sástu
hvað heiðurskempan gerði, Jónsi,” eg kvað nei við, og
inti hann um hvað þaS hefði verið. “Eg stakk maddömu
Dagmey á höfuðið fram i skaflinn.” Varð hann þá all-
reiðilegur. “Maddama Dagmey skyggir á ljóma minn,
heiðurskempan, Otúel Vagnsson þolir ekki slikt,” sagði
hann og stóð með höndur í síðum og hrækti í allar áttir.
“Ykkur hefir eitthvað borið á milli,” sagði eg. “Hún
reitti mig til reiði, Jónsi fyrirbauö mér að fá mér i staup-
inu í dag, af því hún ætlaði sjálf að verða kend. Það er
óttalegt að reita mikilmenni til reiði, Jónsi.” Þegar hann
var búinn að rausa þessu úr sér, þaut hann frá mér
nokkra faðma með allskonar fettum og brettum, en kom
brátt aftur talsvert stiltari: “Veistu hvað eg ætla að
gera, Jónsi”? Nei, hvað er það?” spurSi eg. “Eg ætla
að skilja við Maddömu Dagmey, og gefa henni alt, sem
eg á, nema litla bátinn og Laufana, eg ætla að láta hana
hafa kúnat og hryssuna, og alla gemlingana og Blíðvið
líka; þá gjöri eg eins og heiðurskempu sæmir,” segir