Fróði - 01.01.1914, Side 41
FRóDI
105
veistu þetta? Hefur þú nokkurn tíma reynt þaS? “Ég hef
sjálfur séð,” segir Peebles, “burðar karlana í Smyrna í Litlu
Asíu bera á bakinu tvö, þrjú, fjögur hundruð pund allan daginn,
og þó nærast þeir ekki á öðru en hnefafylli af vínberjum og fíkj-
um, eða þurru brauði, fáeinum dates og olives.
“Ég hef séð Spánverja og kynblendinga í Mexiko, Yucatan
og Mið-Ameríku vinna í námunum, eða við olíu, eður vínpress-
una allan daginn, en á kvöldin dansa þeir og leika sér, og þó lifa
þeir ekki á öðru en melónum, ávöxtum, bananas og brauði, sem
þeir dýfa í viðsmjör (olive oil).
“Eg hef séð Kínverja í Canton, og víðar um Kínaveldi bera
burðarstólinn með manni í á öxlum sér allan daginn í sextán
klukkutíma, eða vinna á ökrunum jafnlangan tíma, og þó lifa
þeir mestmegins á hrísgrjónum, hnetum og ávöxtum.
Allir sagnfræðingar vita það, að hermenn Rómverja hinna
fornu höfðu störf mikil af hendi að inna, vegagjörðir, vatns-
leiðslu, byggingar, hergöngur langar og erfiðar, með þungum
vopnum og vistum, sem þeir þurftu að bera. Þeir lögðu undir
sig heiminn, en lifðu þó hérumbil eingöngu á ávöxtum, þurru
hveitj og bygg-brauði, sem þeir dýfðu í súrt vín.
Ef menn nú vilja spyrja, hvað menn skuli eta og hvað ekki,
þá er fljótsvarað, að menn skutí ekki eta dýrakjöt, hvorki svína-
kjöt eða nautakjöt eða sauðakjöt, ekki fiska eða fugla, ekki
svínafeiti eða sósutegundir, ekki ostrur eða æsandi kryddmeti,
svo sem pickles, pipar, mustard, catsup, mince pies, heita brauð-
snúða, súrkál, og margt fleira, sem kryddmeti kallast. Ekki
skyldu menn heldur neyta æsandi drykkja af neinu tagi og fara
hægt að te og kaffi
Aftur á móti skyldu menn eta hnetur af öllum tegundum, en
smámalaðar og korntegundir, svo sem hveiti, mais, bygg, hris-
grjón, hafra, rúg, baunir, celery lettuce, spinach, plómur, oranges,
carrots, rauðabetur, (beets, og fleira af þeim tegundum.
Af ávöxtum eru góðir epli, perur, peaches, plómur, oranges,
melons, vínber, fíkjur, dates, sveskjur, (prunes) og svo mjólk,
rjómi, smjör, egg og nýr ostur. Þetta er vanalega kallað jurta-