Fróði - 01.01.1914, Blaðsíða 42
106
FRÓDI
faeða “vegetárian diet” og veitir manninum meiri næringu,
hraustleika, vöðvaafl og úthald, heldur en kjötfæðan og er stór-
um hollari og betri fyrir námsmanninn og þá sem með heilanum
vinna, fyrir aflraunamanninn og verkamanninn, eins og reynst
hefir þegar tilraunir hafa gjörðar verið til að komast að því,
hver fæðan gæfi manninum meira úthald og þrek.
Sem dæmi þess má taka kappgönguna í Dresden ekki fyrir
löngu. Þar unnu jurtafæðumenn (vegetarians) fáheyrðan sigur.
Leiðin var 30 kílómetrar og 286 menn þreyttu kappgönguna.
Af þeim voru 200 hermenn. Hver manna þessara þurfti að
bera 62 pund af vistaforða. 1 6 manna þessara voru jurtafæðu-
menn. Og fyrstur í göngunni varð jurtafæðumaður, og svo
annar, þrðji, fjórði, ellefti, fjórtándi og nítjándi.
Annað dæmi er af mönnum tveimur ungum, Jesse H. og
Warren Buffman, sem gengu frá Boston til Los Angeles yfir þvera
Ameríku nú nýlega. Þeir lögðu á stað frá Boston 8. Júní, 1911,
en komu til Los Angeles hinn 1 7. desember sama ár. Þetta
voru bræður tveir og var gangan einmitt gjörð til þess að reyna
hver fæðan reyndist betur, kjötið eða kornið. Þeta voru stúd-
entar af Harvard háskóla og stýrði göngunni Dr. Sargent, efna-
fræðingur við háskólann.
Bræðurnir voru hér um bil jafnþungir, er þeir lögðu frá
Boston. Warren lifði eingöngu á kornmat og ávöxtum, smakk-
aði ekki annað. En, þegar þeir komu til Los Angeles, var jurta-
fæðumaðurinn 8 pundum þyngri, en þegar hann lagði á stað.
Hinn, sem kjötið át, hafði lítið sem ekkert þyngst, og var allur
ver á sig kominn. Kom þeim báðum saman um það, að jurta-
fæðan tæki kjötinu mikið fram.
En þó að menn hafi dæmi þessu lík í hundraðatali og geti
ekki hrakið það, að kornfæðan er billegri, styrkir betur sálar-
hæfileika og siðgæði mannsins, þá er alþýða manna stæk á móti
þessu, hún þekkir ekki efnafræðina eða lögmál hennar, og þetta
er orðið kynfast, að halda áfram að myrða og síðan eta dauða
skrokkana af kúnum, kindunum, svínunum og friðsömum kálf-
um og leikfullum lömbum.
Menn þurfa ekki að hugsa til þess, að stríðum og hörmung-
um þeirra linni meðal þjóðanna, meðan menn leggjast á hin sak-