Fróði - 01.01.1914, Síða 44
108
FRÓDI
Smásálirnar.
Ég býst vð, að sumum þyki það æði undarlegt, eða kanske
vitlítið, að ég skuli fara að tala um þetta efni, sem hinir og þessir
ætla, a búið sé að kveða niður, rétt eins og þegar kraftaskáldin
kváðu niður vofurnar og sendingarnar á fyrri dögum.söktu þeim
niður í jörðina og stigu svo á blettinn þar sem þær sukku, eða
gjörðu merki yfir svo þeir gætu ekki komið upp þar aftur. En
mér hefur nú verið svo varið, að ég hef held ég hugsað um þetta
efni meira og minna síðan ég fyrst man eftir mér, og ég hef verið
forvitinn um alt, sem að því hefur lotið, og lesið úm það greinar
og hugvekjur og heimspekis kerfi, eftir marga höfunda. Og það
sem ég hef lesið er, eins og gengur, sumt gott og fróðlegt, en sumt
getgátur og vitleysur. Sumir hafa neitað því, að nokkur sál væri
til og enn eru aðrir sem segja að enginn líkami sé til, en aftur hafa
aðrir verið svo vissir um það, að þeir hafa ekki viljað hafa neina
rannsókn í þeim efnum, hafa talið það hneiksli eitt. Þeir hafa
tekið það trúanlegt, er einhver sagði þeim, að maðurinn hefði
sál án þess að sanna þeim það með nokkru. Að efast um það.sem
þessi og þessi mikli maðurinn hefði sagt, væri goðgá ein alveg
eins, þó að maður skildi ekkert í því.
Þetta getur nú verið gott og blessað fyrir þá, sem láta sér
þetta nægja. En ég er nú svo gallaður, að mér gat ekk nægt
þetta. Ég vildi verða sannfærður um annaðhvort, og svo hef ég
verið að leita og brjóta heilann ár eftir ár, og voru þá oft ýmsir
endar uppi.
Orðið og hugmyndin sál innibindur skynjan og hugsun og
viljakraft og starf. En þetta getur verið á ákaflega mismunandi
stígi. Ég skal taka til dæmis einhvern frægasta manninn, sem
hefur neitað því, að maðurinn hefði sál, og að nokkurt annað líf
væri til, það er hinn þýski vísindamaður Haeckel. En hann við-
urkennir samt sál, cellusálina. Það er hún sem byggir upp og
viðheldur öllu hinu lifanda, grösunum, jurtunum, trjánum, dýr-
unum, manninum. Það eru hinar örsmáu cellur, sem í millíóna