Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 77

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 77
menskan, sem meistararnir líta fyrst og fremst á, er þeir svipast eftir lærisveinum meðal manna nú á tímum, — hjörtu, sem eins og lýsa af ósérplægnum kærleika mitt í sjálfselskumyrkri mannanna. Hver slík sál varpar ljóma frá sér, eins og ljós, er lýsir út í nátt- myrkrið, og meistaranum getur því ekki dulist, að þar á hann til- vonandi lærisvein. Þetta er fyrsta stigið, það er ofur einfalt og óbrotið, en það veitir sanit mörgum ærið erfitt að komast á það. En það er eng- inn annar hlutur, sem getur komið í stað þessarar afstöðu til lífs- ins, ef menn vilja leggja inn á veginn. Þegar maðurinn hefir öðl- ast svo mikið kærleiksþrek, að hann er fær um að afsala sér öllu fyrir heilagt málefni, vekur hann ósjálfrátt eftirtekt meistaranna á sér. Og úr því fær hann með einhverjum hætti að vita í hverju næsta stigið er fólgið — stigið, sem kallað hefir verið hreinsunar- skeiðið í kristnum fræðum og reynsluskeiðið í austrænu trúar- brögðunum. Vér viljum hér eftir snúa oss alveg að hinum austrænu lýsingum af veginum. Þær eru skýrastar og skilmerkilegastar, sökum þess að trúin og vísindin hafa aldrei sagt í sundur með sér í Austur- löndum eins og á Vesturlöndum. Þess vegna hafa hin andlegu vísindi þar eystra miklu meiri nákvæmni til að bera en vér finnum í andleguni vísindum Vesturlanda. 1. Dómgreind. Hvers konar eðliskosti þurfa menn að hafa, eftir hinum austrænu kenningum, til þess að geta gengið veginn og orðið færir um að ná vígslustigunum ? Þeir verða fyrst og fremst að hafa glætt hjá sér dómgreind, þann eðliskostinn, sem gerir þeim fært að sjá, hver munur er á hinu eilífa og stundlega, á veruleik- anum og blekkingunni, á hinu andlega og hinu veraldlega — bæði hið innra með sjálfum sér og öðrurn. Og þegar þeir hafa einu sinni komið auga á þetta, hafa öðlast hina sönnu dómgreind, verða þeir að láta úrskurð hennar ráða kjöri sínu í lífinu. Vér verðum að láta 75 L

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.