Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 15

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 15
IÐUNN Svanurinn flaug. 173 um leið og hann leit í kringum sig. — Æ, þarna er drengurinn! — sagði hann, um leið og hann gekk að sænginni. — Er Dóminique veikur? — Bagot kinkaði kolli og sagði síðan: — Hreysiköttur og svo hitasólt, séra Corraine. — Preslurinn þreifaði hægt á lífæð drengsins; síðan leit hann nokkuð snögt á manninn og sagði rétt svo að það heyiðist, en þó mjög svo ákveðið: — Og konan, Bagot? — — Hun er hér ekki. — Röddin var lág og dimm. — Hvar er hún, Bagot? — — Eg veit það ekki, herra. — — Hvenær sástu hana síðast? — Fyrir fjórum vikum, herra. — — Það hefir þá verið í september, nú er kominn október — nú er kominn vetur. Menn sleppa hjörð- um sínnm hér út á flatneskjurnar uudir veturnætur án þess að þeir viti beint, hvað af þeim verður, þótt þeir vænti þeirra aflur að vori komandi. En konu — menn fara ekki svo með konu sina, Bagot . . . . Þú hefir verið vondur maður og harðvítugur, Bagot, og þú hefir ekki hirt um guð, en ég hélt, að þú elskaðir konu þína og barn! — Hendurnar kreptust ósjálfrátt á veiðimanninum og illsku-leiftri brá fyrir i augum hans; en hið rólega milda augnaráð hins slökti reiðibálið í æðum hans. Presturinn settist á rúmið hjá barninu og tók mjúk- lega á sóttheitri hendinni. — Stattu kyr, þar sem þú ert, Bagot — sagði hann — stattu þarna grafkyr og segðu mér, hvað að þér amar og hversvegna konan þín er farin. . . . Segðu mér frómt frá öllu — í guðs bænum! — Og um leið og liann mælti þetta, lyfti hann stórum róðukrossi úr járni, er hékk á brjósti hans. Bagot sellist á bekk, skamt frá hlóðunum, og bjarminn lék um hið veðurbitna, karlmannlega and-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.