Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 28
186 Kjartan Helgason: IÐUNN befir ákveðið að gefa út ársrit, og er fyrsti árgangur þess kominn út — mjög myndarlegt rit — sem nú er til sölu hér á landi. — En auk þessa nýstofnaða allsherjarfélags eru til frá fyrri tíð ýms íslendinga- félög víðsvegar um Norður-Ameríku, t. d. lestrarfélög, sem hafa það fyrir mark og mið að afla mönnum islenzkra bóka og hvetja til að lesa þær. Þau félög eru því i raun og veru ekki annað en Þjóðræknis- félög. Sennilega rennur eitthvað af þessum eldri smá- félögum saman við aðalfélagið. Þegar ég kom vestur, sneri ég mér undir eins til stjórnar þjóðræknisfélagsins og bauð mig þar í vinnu- mensku, bað stjórnina að leggja á ráðin um það, hvernig ég skyldi haga störfum mínum. Hún mæltist eindregið til þess, að ég ferðaðist um íslendinga- bygðirnar og héldi fyrirlestra svo víða sem unt væri. Mér var þetta ekki sem Ijúfast; ég hefði heldur kosið að halda kyrru fyrir í Winnipeg og kenna þar is- lenzku og eitthvað um isl. bókmentir þeim sem hægt væri að safna þar saman til þess. Það var hvort- tveggja, að ég treysti mér betur til þess, og svo bjóst ég við, að hafa tæplega nóg fé til þess að vera á sífeldu ferðalagi. En félagsstjórnin sat við sinn keip, sagði, að ekki skyldi mig fé skorta; hún mundi sjá fyrir því. Þetta var því af ráðið, að ég skyldi ferð- ast sem mest, og ferðaáætlun samin. Var svo til ætlasl, að veturinn entist mér til þess að heimsækja allar hinar fjölmennari íslendingabygðir í Norður- Ameríku. Og það hefði líka tekist, ef tíðarfar hefði leyft. En nokkrar bygðir urðu úl undan vegna liarð- viðra og snjóa. Járnbrautirnar fenti svo stundum, að umferð stöðvaðist, og í sumuin sveitunum var «kki fært að sækja samkoinur fyrir frosti eða ófærð. Framan af vetrinum fór ég mér hægt og hélt kyrru fyrir í Winnipeg frá því nokkrum dögum fyrir jól og fram yfir nýár. En ég iðraðist eftir það síðar,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.