Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 55

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 55
Tímatal í jarðfræðinni. 213 Enskur maður, Holmes að nafni, hefir rannsakað úranium og blýmagn 13 sleintegunda, er allar voru úr jarðlögum frá Devon-timabilinu í Noregi og því hér um bil jafn-aldra. Var fuiðu mikið samræmi í hlutföllunum milli þessara tveggja efna i öllum sýnis- hornunum. Þóttist hann eigi geta fundið aðra orsök til slíks samræmis milli svo margra óskyldra stein- tegunda en þá, að þær væru hér um bil jafn-aldra. Eftir þessum prófunum reiknaðist honum aldur þess- ara steintegunda 370 milliónir ára. Holmes þessi hefir gert víðtækar aldurs-rannsóknir á steinum og bergtegundum frá ýmsum jarðsögu- tímabilum. Iteiknar hann aldurinn eftir blýmagninu. Niðurstaða hans um aldur ýmsra jarðmyndana frá eldri tímabilunum, er þessi: Steinkolatímabilið .... 340 milliónir ára Devontimabilið.............. 370 — — Silurtímabilið ......... 430 — — Upphafsöldin, Noregur 1025—1270 mil. ár —»— Bandar. 1310—1435 — — —»— Ceylon 1640. Ef vér rennum augum yfir aldurs-ákvarðanir þær, sem tilfærðar eru hér að framan, sjáum vér fljótt, að niðurstaðan verður ólík, eftir því hvort aldurinn er reiknaður eftir helium eða blýmagninu. Eftir fyrri reikningnum verður aldur Devon-jarðlaganna i Nor- egi 53 millíónir ára, en samkvæmt hinuin siðari 370 millíónir ára. Aldur jarðlaga frá upphafsöldinni í ýmsum löndum, telst samkvæmt helium-reikningnum 213—609 millíónir ára, en reiknaður eftir blýmagn- inu 790—1640 millíónir ára.— Þetta ósamræmi á að likindum rót sína að rekja til gallanna á undirstöðu- atriðum reiknings-aðferðanna, sem ég benti á hér á undan, að helium fer forgörðum í bergtegundunum og blý getur verið í þeim frá fyrstu gerð, enda fer ósamræmið í sömu áttina, aldurinn reiknast meiri,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.