Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 11
iÐUNN
Hermann ]ónasson.
5
}
var honum boðið — eða komið — iil fósturs að móð-
ursysiur sinnar á Mýri, og þar ólst hann upp. Sú jörð
er nú freinsla býli í Bárðardal, og þaðan er nú oftast
lagt upp suður á Sprengisand. En á uppvaxtarárum
Hermanns voru bygðar jarðir þar fyrir framan, t. d.
Mjóadalur. I æsku
Hermanns átti þar
heima um hríð vel gef-
inn unglingur, Step-
hán G. Stephánsson,
skáld. Mannsefni hafa
á þeim árum alist
upp við rætur megin-
heiða og mesta bruna-
hrauns lands vors.
Náttúran hefir stofn-
að þar furðugóðan
skóla handa slíkum
mönnum. Hún er þar
fjölbreytt, sterk og
tignarleg sem heilög
skjaldmær. Hraun og
heiðar, gil og gljúfur,
víðátta og vetrarhríð-
ar eru hershöfðingjar,
sem hlýða verður, kennarar, sem aga gæta, temja skyn-
samlegar heldur en tekst í flestum skólastofum. Þau
knýja til karlmensku, aðgæslu og leikfimi, líkamlegrar
og andlegrar, er seinan firnist og gagnar flestum íþrótt-
um betur í klungrum og klettagöngum lífsins.
Bernsku og æsku Hermanns má kynnast í »Draum-
um« og »Dulrúnum«. Hann var ærslabelgur, hugkvæm-
inn og framkvæminn að sama skapi, gjarn á að bralla