Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 41
IÐUNN
Kvæði.
35
Ollu er sóað, — brostin bæði
bæn hans, rödd og vöðvans lið.
Þá er frábært þankanæði,
þúsundfölduð lífsins gæði
breiða út faðm og blasa við.
Það eru örlög allra manna,
að unaðssemdir minninganna
ofvöxt fá við heljar hlið.
Fjórða dag var frostið mesta
og fárleg kvöl hans lausnarþrá.
Honum þótti’ í hauðri gnesta
af hófdyn sinna brúðkaupsgesta.
Þjáðum hug var óráð á:
»Viltu eiga«, sérinn syngur,
— »seg hvort hreinn er ásetningur —
stúlkuna, sem þér stendur hjá?«
Heimskast allra heimsins orða
hátt hann æpti jákvætt svar.
Bæn frá hjarta hungurmorða,
hinsti gneisti af ljóssins forða
leiftrum slóu og leyndust þar.
Ferðamenn, sem fram hjá gengu
fundu og heyrðu — en skiftir engu,
á næsta grösum gleymt það var.
* *
Þremur öldum síðar seggir
síga’ af spjátri’ í Dulugjá.
»Húsráðendur, hamraveggir!
hér er kúpa og gulir leggir,
hermið okkur, hver var sá?«
,Unglingskvöl að kvabba á drotni',