Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 62
56
Stgr. Matthíasson: Vnging dýra og manna.
IÐUNN
eigi að gera með það að yngjast upp aftur?« Og margri
konunni mun fara líkt og Söru forðum, sem hló í hjarta
sínu og vildi ekki einu sinni trúa Guði almáttugum. En
sumt gamla fólkið hugsar eitthvað á þessa leið: »Við
ætlum ofan hvort sem er, eða réttara sagt, við ætlum
bráðum upp til æðri og betri heima. Þar líður okkur
langt um betur en hér í heimi, þó í yngingarstandi væri.
Líkamsgreyið er hvort sem er — eftir því sem sálarfræð-
ingar kenna, — ekki annað en haldlítill hversdagsfatn-
aður, líkt og ódýr bómullarföt úr búðunum (frá einum
heildsalanum í Reykjavík), sem gatslitna áður en varir.
Þegar t. d. botninn er úr buxunum, þá er álitamál hvort
borgi sig að setja bót á endann. Og aldrei veruleg
prýði að bótinni. Oðru máli er að gegna með unga
menn, sem fyrir óreglulegt líferni eða einhverja sjúk-
dóma hafa mist æxlunarþróttinn fyrir örlög fram. Þeir
munu óspart leita allrar læknishjálpar, sem völ er á, til
að verða að nýjum og betri mönnum. Framtíðin mun nú
sýna hve vel þeim verður viðhjálpað. »Reynið og prófið
alla hluti og veljið það góða«, sagði postulinn.