Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 45
IÐUNN
Vnging manna og dýra.
39
Skjaldkivtillirm og hóstkirtillinn hafa ennfremur, bæði
hver í sínu lagi og í sameiningu við kynskirtlana áhrif
á líkamsvöxtinn, og milli allra kirtlanna er stöðug sam-
vinna þannig, að efnissafar hvors um sig verka bæði
saman og á víxl á sjálfa kirtlana er framleiða þá.
Við veiklun eða hvarf skjaldkirtilsins kemur fram
mjög einkennileg breyting á líkamanum og sést hún
greinilegust á börnum og unglingum, sem eru að vaxa.
Þó um ungbarn sé að ræða koma á stuttum tíma fram
ákveðin elli-einkenni; andlitið verður hrukkótt og grettið,
sem á gamalmenni. Þjóðsagan um umskiftinga úr álf-
heimum á sjálfsagt rót sína að rekja til þessa sjúkdóms.
Sagan hljóðar í stuttu máli þannig:
»Móðir gekk frá barni sínu í vöggunni. Þegar hún
kom aftur, var í stað fallega barnsins hennar, kominn
»átján barna faðir úr Alfheimum«, sem varð henni til
mesta angurs. Þessi sama saga gerist í hvert skifti er
um skjaldkirtilssjúkdóm í börnum er að ræða, þó að
vísu verði ekki breytingin alt í einu1).
Það er alkunnugt, að veiklun eða hvarf kynskirtlanna
1) Slijaldlúrtillinn er eitt af hinum dásamlegustu líffaerum lík-
amans. Hann er nohhurskonar lyfjagerðarstofa. Hann vinnur úr
efnum blóðsins og býr til hynjalyf sem vér aðeins lítillega hunnum
enn að meta og shilja. En byrjunin er góð það sem af er. Kirtillinn
er eitt af allra blóðríkustu líffærum líkamans og sést það best af
þessum samanburði:
Ef vér tökum fyrir dálítinn vöðvapart í lærinu, sjáum vér að á
hverri mínútu gegnumskolast hann af 5 teningssentimetrum af blóði.
Ef vér athugum jafnstóran hluta höfuðsins, þá renna þar um 20
teningssentimetrar — um álíka stóran nýrnahluta renna 100 en um
álíkastóran hluta skjaldkirtilsins renna 560 teningssentimetrar
af blóði.
Sést af þessu að blóðið á meira en lítið erindi við þessa lyfja-
búð vora.