Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 59
IÐUNN
Vnging dýra og manna.
53
rauninni séu allar manneskjur tvíkynja að eðlisfari. En
kynferðið ákveðist fyrir það, að annað kynseðlið fái yfir-
hönd yfir hitt. Þannig sé t. d. einn karlmaður gæddur
80°/o af karlmannseðli, en 20 af kvenmannseðli. Annar
sé aðeins 60°/o karlmaður og 40 kvenmaður og svona
fram eftir götunum. Vmist meira eða minna af hvoru
eðlinu fyrir sig. Að sínu leyti sé kvenfólkinu eins farið.
Stundum sé svo um hvort kynið fyrir sig, að næstum
sé jafnt 'á komið með karllegar og kvenlegar hvatir.
Weininger ritaði bók um þetta, sem fræg er orðin
(»Geschlect und Charakter«). Er þessi bók rituð af afar-
miklum fróðleik og skarpleik. Weininger var þó ekki
meira en tvítugur er hann ritaði bókina og ráði hann
sér bana nokkru seinna. Svo er talið að hann sjálfur
hafi verið kynvillingur og þess vegna fengið hinn mikla
áhuga sinn fyrir kynferðis-spursmálunum. Hann heldur
því fram í bókinni, að til hinnar einkennilegu kynja-
blöndunar megi rekja lögmál fyrir því, að hverjum karl-
manni líst á sérstakan flokk stúlkna og kvenmönnum
að sínu leyti eins á karlmenn. Og því sé venjulega
þannig háttað, að ef karlmaður hefir 10°/o kvenlegrar
náttúru þá sækist hann mest eftir stúlkum sem hafi
90°/o af kveneðli. Þau uppfylli hvert annað og geti í
sannleika orðið ein heild.
Steinach hefir nú sýnt, að þessi skoðun Weiningers
styðjist við rétt rök. Hann hefir fundið í sama kyni
Aormo'n-frumuvefi af gagnstæðu tagi og honum hefir
heppnast að breyta kynferðishvötunum sitt í hverja átt-
ina, — eða meira í eina stefnuna en aðra, með því að
gróðursetja meira eða minna af sérstökum hormón-
frumuvef. Hann hefir getað gert náttúrulaus dýr fjörug á
ný og breytt tvíkynja-náttúru í einkynjaða. Þessar tilraunir
hafa einnig verið reyndar á mönnum, bæði viðrinum og