Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 85

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 85
IÐUNN Ritsjá. 19 hún siglir allar götur fram úr báðum að eldmóði þegar Eysteinn tekur að lofa Máríu. Stefán hefir sýnt enn með þessari stóru drápu, hve merkan sess hann á meðai skálda landsins. Hvað sem annars má segja um efni drápunnar þá er það alveg víst að það væri ekkert ann- að en hrein óbilgirni að halda því fram, að sá sé ekki skáld, sem slíka drápu kveður. M. 7- Ýms ljóðmæli. Sumir telja hvað erfiðast nú að koma út bókum hér. Og ætlar þá að fara svo, að ljóðabækurnar verði seigastar. Hlutfallslegá við bókaútgáfuna hefir líklega aldrei meira komið út af ljóðmælum en nú í ár. Verður minst hér á nokkrar bækur. Sumar eru ókomnar og einhverjar kunna að vera, sem Iðunn hefir ekki fengið þegar þetta er skrifað. Axel Thorsteinson kemur inn á þennan erfiða markað með tvö verk eftir Steingrim föður sinn: Redd-Hannesarrímu (Redd- Hannesarríma eftir Steingrím Thorsteinsson. Rvik. Utg. Axel Thor- steinson. 1924) og Ljóðaþýðingar (Stgr. Thorsteinsson: Ljóða- þýðingar 1, 1—2. Útg. sami. Mynd af Stgr. Th.). Redd-Hannesar- ríma er gamankvæði um gamla atburði vestur á Snæfellsnesi, í sama stíl og Peder Paars. Er nú hvorttveggja fyrnt, viðburðirnir og þessi skáldskaparaðferð, þegar hætt er að lesa Hómer og Virgil. Ljóðaþýðingum Steingríms var rétt að safna. Hann er einn af þeim, sem fyrst og mest hafa að því unnið að koma afbragðs- kvæðum á íslensku, og þótt hann jafnist ekki á við þá, sem best hafa þýtt erl. Ijóð, vegna þess að rímgáfa hans var ekki sérleg, þá var þekking hans, smekkur og vandvirkni í besta lagi. Onnur bók þessari skyld hefir og komið út nú: Erlend ljóð þýdd af Guðm. Guðmundssyni (Erlend ljóð. Nokkrar þýð. eftir Guðm. Guðm. Mynd höf. Rvík 1924). Komu þau út á 50 ára afmæli skáldsins og hafði hann að mestu gengið frá Ijóðunum til prent- unar áður en hann féll frá. Alexander jóhannesson skrifar for- mála. — Guðm. var frábærlega víðlesinn í erlendum ljóðum um alt, enda eru hér þýdd kvæði eftir fjölda skálda frá 13 löndum. Og þá vantaði hann ekki ljóðsnildina. — En allar þessar ljóða- þýðingar þessara tveggja skálda sýna þó skýrast það sem jafnan mun ofan á verða: Að Ijóð verða ekki þýdd svo að neitt náist nema veikur endurómur, nema í örfáum útvöldum tilfellum. Þá eru hér tvær Ijóðabækur, sem koma nú í annari útgáfu:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.