Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 85

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 85
IÐUNN Ritsjá. 19 hún siglir allar götur fram úr báðum að eldmóði þegar Eysteinn tekur að lofa Máríu. Stefán hefir sýnt enn með þessari stóru drápu, hve merkan sess hann á meðai skálda landsins. Hvað sem annars má segja um efni drápunnar þá er það alveg víst að það væri ekkert ann- að en hrein óbilgirni að halda því fram, að sá sé ekki skáld, sem slíka drápu kveður. M. 7- Ýms ljóðmæli. Sumir telja hvað erfiðast nú að koma út bókum hér. Og ætlar þá að fara svo, að ljóðabækurnar verði seigastar. Hlutfallslegá við bókaútgáfuna hefir líklega aldrei meira komið út af ljóðmælum en nú í ár. Verður minst hér á nokkrar bækur. Sumar eru ókomnar og einhverjar kunna að vera, sem Iðunn hefir ekki fengið þegar þetta er skrifað. Axel Thorsteinson kemur inn á þennan erfiða markað með tvö verk eftir Steingrim föður sinn: Redd-Hannesarrímu (Redd- Hannesarríma eftir Steingrím Thorsteinsson. Rvik. Utg. Axel Thor- steinson. 1924) og Ljóðaþýðingar (Stgr. Thorsteinsson: Ljóða- þýðingar 1, 1—2. Útg. sami. Mynd af Stgr. Th.). Redd-Hannesar- ríma er gamankvæði um gamla atburði vestur á Snæfellsnesi, í sama stíl og Peder Paars. Er nú hvorttveggja fyrnt, viðburðirnir og þessi skáldskaparaðferð, þegar hætt er að lesa Hómer og Virgil. Ljóðaþýðingum Steingríms var rétt að safna. Hann er einn af þeim, sem fyrst og mest hafa að því unnið að koma afbragðs- kvæðum á íslensku, og þótt hann jafnist ekki á við þá, sem best hafa þýtt erl. Ijóð, vegna þess að rímgáfa hans var ekki sérleg, þá var þekking hans, smekkur og vandvirkni í besta lagi. Onnur bók þessari skyld hefir og komið út nú: Erlend ljóð þýdd af Guðm. Guðmundssyni (Erlend ljóð. Nokkrar þýð. eftir Guðm. Guðm. Mynd höf. Rvík 1924). Komu þau út á 50 ára afmæli skáldsins og hafði hann að mestu gengið frá Ijóðunum til prent- unar áður en hann féll frá. Alexander jóhannesson skrifar for- mála. — Guðm. var frábærlega víðlesinn í erlendum ljóðum um alt, enda eru hér þýdd kvæði eftir fjölda skálda frá 13 löndum. Og þá vantaði hann ekki ljóðsnildina. — En allar þessar ljóða- þýðingar þessara tveggja skálda sýna þó skýrast það sem jafnan mun ofan á verða: Að Ijóð verða ekki þýdd svo að neitt náist nema veikur endurómur, nema í örfáum útvöldum tilfellum. Þá eru hér tvær Ijóðabækur, sem koma nú í annari útgáfu:

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.