Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 81
IÐUNN
Ritsjá.
75
án þess að hafa lært eitthvað í henni. Eg gríp þessi erindi af
handahófi, til þess að gera Iesandanum úrlausn:
Ólína hveður eftir að hafa lesið nýja bók:
Nú ertu hrygg og sjúk mín sál
og sér ei nema húm og tál,
þér lokast lífsins vegir
af ólYÍjan, sem eg þér las.
Eg ætla að taka Matthías
og sjá, hvað skáld mitt segir.
Þú les hann, og þér líður vel,
þú les hann, og þú skilur hel,
þú les, þig langar yfir.
Þú les, og kemst í Ijóssins geim,
þú les, og elskar menn og heim.
Þú Ies hann, og þú lifir.
Fyrir þessar vísur vildi eg láta tvo þriðjungana af erfiljóðunum
í Erfiminningu síra Matthíasar, og eg held minning skáldsins væri
skaðlaus af skiftunum. Og þó hefir Ólína farið fram úr sjálfri sér
með vísunni um Matthías látinn:
— — — skáldum fækkar, landið lækkar,
loksins sjást hér engin fjöll.
Herdís kveður m. a. um veröldina:
Hirðir lítt um þína og þig,
þreytt um völl að glíma,
aldrei nema sína og sig
sér hún nokkurn tíma.
Gjörist henni greiðug lund
og gjafa opni hún skrínið,
því er eins og hent í hund
og hitt sé beint á trýnið.
Þessar stökur eru líka eftir Herdísi: