Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 51
ÍÐUNN
Vnging dýra og manna.
45
sér talsverða misbrúkun þessara nautnalyfja. Læknir einn,
Politiman að nafni varð 140 ára og var þó töluverður
drykkjumaður alla sína tíð. Slátrarinn Gascogne varð
120 ára gamall, en þó var sagt að hann hefði drukkið
sig út úr venjulega tvisvar í viku. Þannig eru fleiri
dæmi nefnd um drykkjumenn.
Tóbaksmenn geta líka orðið gamlir. T. d. er það ann-
álað um tvo 100 ára öldunga Ross og frú Lazenec, að
bæði hafi verið mestu reykháfar.
Að kaffikerlingar geti líka lifað nokkuð lengi, sýnir
dæmi frú Elisabetar Durieux, sem varð 114 ára. Segir
sagan, að hún hafi lifað nær eingöngu á kaffi og hveiti-
brauðsmeðlæti og sjaldan drukkið minna en 40 bolla á
dag. Það væri heimskulegt að halda af þessu, að áfengi,
tóbak og kaffi séu meinlausar nautnir. Þetta sýnir að
eins, að okkur brestur fullan skilning á hversvegna
sumir verða gamlir en aðrir ekki. Vitanlega má með
heilsusömu líferni og varkárni koma í veg fyrir fjölda
sjúkdóma, en þrátt fyrir það verða ekki allir gamlir,
sem temja sér slíka lifnaðarháttu. Hinsvegar er vert að
geta þess, að mörg dæmi sýna að veiklaðir menn, dverg-
ar, hálfvitar og krypplingar geta stundum náð mjög há-
um aldri.
Það liggur eftir þessu næst að halda, að langlífi sé
að þakka einhverjum sérstökum eiginleikum ákveðinna
líffæra líkamans. Og reynslan sýnir að langlífi gengur
oft að erfðum. Margt bendir á að aðalatriðið sé, hraust-
/ega bygðir innrensliskirtlar. Það eru þessir kirtlar, sem
hver í sínu lagi og allir í sameiningu mynda þann vökv-
unarsafa fyrir hold líkamans, sem einu nafni má kalla
/ífsins elixír. Telja því sumir læknar trúlegt, að menn-
irnir gætu í raun og sannleika orðið guðunum líkir í
langlífi sem öðru, ef takast mætti að byrla slíkan undra-