Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 79

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 79
IÐUNN Ritsjá. Ljóðmæli eftir Ólínu og Hetdísi Andrésdætur. Sögur úr sveitinni eftir Kristínu Sigfúsdóttur. I. Fyrir 14 árum kom út bók í Frakklandi, Marie-Claire eftir Marguerite Audoux, sem vakti óvenjulega eftirtekt. Hún var á skömmum líma þýdd á mörg tungumál og frægustu rithöfundar keptust um að lofa hana. Efnið var smáfelt, saga munaðarlausrar stúlku frá því hún fer að muna eftir sér þangað til hún hverfur fvítug til Parísar, út í óvissuna. En frásagan var þýð og barnsleg, hver atburður, sem lýst var, stóð lifandi fyrir sjónum lesandans, og stíllinn féll alveg að efninu, höfundinum skeikaði hvergi. Samt riðu kostir bókarinnar ekki baggamuninn. Til þess eru Frakkar of vanir góðum lýsingum og gallalausum stíl. En í formála bókarinnar (eftir Octave Mirbeau) var sagt frá lífskjörum höfundar: að hún væri fátæk og sjálfmentuð saumakona utan úr sveit, sem hefði farið að skrifa af því að augun voru að bila. Þetta óx hinni miklu bókmentaþjóð í augum. Menn sögðu: ekkert sýnir betur en þetta, hversu sterk er hin franska menning, að listasmekkur er runninn þjóðinni í merg og bein. — Norðurálfan undraðist og öfundaði. Saga þessarar bókar hefir rifjast upp fyrir mér yfir tveim nýj- um bókum, sem komið hafa út í haust eftir þrjár íslenskar sveita- konur. Þær eru skapaðar við skilyrði, sem eru miklu lakari en Marguerite Audoux átti við að búa meðan hún samdi sína bók. I raun og veru hafði hún lengi notið vináttu og leiðbeiningar eins af rithöfundum Parísar, og hún skrifaði bók sína í góðu tómi, gat fágað hana í fullu næði. Kristín Sigfúsdóttir hefir skrifað Ieikrit sín og sögur við lítið borð í eldhúsinu, skotist í að skrifa setn- ingu og setningu milli þess sem hún sinti heimilisstörfum einyrkja- húsfreyju með fimm börn. Þær systurnar hafa ort við sín daglegu störf, ort eins og fuglinn syngur, án þess að þeim dytti í hug, að þær væri að skapa listaverk, án þess að njóta nokkurrar leiðbeiningar um list sína. Samt hafa allar þessar konur mótað verk, sem væri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.