Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 52
46
Slgr. Mallhíasson:
IÐUNN
vökva og koma honum í blóð manna eftir þörfum. En
sjálfsagt kemur margt til greina annað enn innrenslis-
kirtlarnir til að tefja eða flýta fyrir aðsigi ellinnar. Skal
nú í eftirfarandi kafla sagt frá skoðunum dr. Voronoffs
á þessum vafamálum1)-
Af hverju stafar ellihrumleiki ?
Engin skepna er svo heilbrigð, að ekki verði hún
fyrir ánauð af sóttkveikjum, slysum, eiturefnum, meiðsl-
um o. fl., sem veiklar eða skaddar líkamann. Það er nú
alment haldið að ellihrumleiki orsakist af samansöfnuð-
um æfilöngum áhrifum þessar mörgu skaðskemda. Dag-
leg brúkun líffæranna hefir ennfremur í för með sér
stöðugt slit. Ótal frumur líffærranna lýjast, hrörna og
deyja, en lengi fram eftir aldri yngjast frumurnar upp
eða endurnýjast af uppvaxandi ungum frumum. Þessi
endurnýjung hefir þó venjulega ákveðinn aldur og er
það nokkuð reglubundið hjá hverri einstakri dýrategund.
Sum lægri dýrin lifa t. d. alveg ákveðið æfiskeið. En
um æðri dýrin er það nokkuð mismunandi. Hvað menn-
ina snertir er það nokkuð algeng regla að mönnum og
konum fer að fara aftur frá 40—50 ára aldri. Þá hættir
endurnýjung lífffæranna að mestu og ellimörk byrja. En
það er einmitt um það leyti sem þróttur kynkirtlanna
og annara innrensliskirtla fer að dofna.
Ellihnignunin er langt frá því að vera jöfn hnignun
allra líffæra. Líffærin eru misjafnlega haldgóð, alveg eins
og einstakir menn. Og það er mjög mismunandi hve
1) Voronoff hefir rifað skemlilega bók, sem hann kallar: „Vivre“
(að lifa). Próf. Sig. Nordal var svo vænn að senda mér bókina
þegar hann var síðast sladdur í París. Það sem hér er skráð um
langlífi dýra og manna, er einnig sótt frá heimildum Voronoffs.