Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 50
44
Stgr. Mafthíasson:
IÐUNN
HvaÖ er nú um langlífi manna?
Nokkur dæmi eru þess að menn hafi orðið yfir 150
ára gamlir. Hæsta aldri náði skoskur ábóti Kentigern
að nafni. Hann varð 165 ára. Norskur maður Draken-
berg varð 146 ára og Irlendingurinn Thomas Parr varð
152 ára.
Franski náttúrufræðingurinn Buffon hélt frarn þeirri
skoðun, að aldur hverrar dýrategundar stæði í ákveðnu
hlutfalli við þann tíma, sem hún er að ná fullum þroska,
þannig, að venjulegi aldurinn verður 6—7 sinnum lengri
en þroskaskeiðið.' T. d. erj hesturinn 4 ár að þroskast
og verður eftir því 25—30 ára. Sauðkindin er 2 ár að
þroskast og verður 12 ára. Nú er maðurinn 20 ár að
þroskast. Eftir því ætti eðlilegi aldur hans að verða um
140 ár.
70—75 ára aldurinn er yfirleitt talinn aldur ellidauðra
manna. Hinsvegar sjáum vér þráfalt, að margir sjötugir
menn eru langt frá því að vera ellihrumir. Dauðinn
kemur yfir þá vegna sjúkdóms-áfalla, en ekki fyrir eðli-
lega ellihrörnun. Þeir deyja með öðrum orðum fyrir
örlög fram, fyrir ýms óhöpp.
Ef nú athugað er heilsufar þeirra sem komist hafa
yfir 100 ára, þá er það yfirleitt með afbrigðum gott og
aðalástæðan virðist vera hraust upplag. En þar næst
það, að þessir menn eru uenjulega sparneytnir. Og svo
virðist sem sparneytnin einmitt fylgi hreystinni. Það er
algengara að fátækir menn verði gamlir heldur en auð-
kýfingar. Vfirleitt gerir hóglífi menn skammlífa. Það er
talin hrein undantekning að miljónamæringur nokkur
Moses Montefiore varð 101 árs.
Engin regla er án undantekningar. Þó að almennt sé
viðurkent að ofnautn víns, tóbaks og kaffi stytti aldur
manna, þá eru dæmi þess, að sumir hafa getað leyft