Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 53
ÍÐUNN
Vnging dýra og manna.
47
frumurnar geta lengi endurnýjast. Það er t. d. tiltölu-
lega snemma að vöðvafrumurnar og taugafrumurnar
hætta algerlega að skiftast sundur og fjölga. Hinsvegar
eru þær endingarbetri en flestar aðrar frumur og end-
ast sumar jafnvel svo tugum ára skiftir — ef til vill
alla æfi (það veit enginn með vissu). En það vita menn,
að engar frumur líkamans aukast og margfaldast neitt
líkt því eins mikið og hvítu blódkornin og bandvefs-
frumurnar. Og svo er að sjá sem hvítu blóðkornin geti
ummyndast og orðið að bandvef þegar þörf gerist. (Sjá
Heilsufræði mína bls. 10).
Það er nú eitt af aðaleinkennum ellihrumleikans, að
stöðugt myndast nýr bandvefur í flest-öllum líffærum
líkamans. Hvar sem sóttkveikjur, eitur og slit rífur niður
aðra frumuvefi, þar kemur ætíð sægur af hvítum blóð-
kornum aðvífandi. Þau eru fljót í hreyfingum líkt og lif-
andi kvikindi (amöbur) (sjá Heilsufræði) og þau hópa
sig saman eins og varnarher. Fyrst og fremst ræðst nú
þessi varnarher á alla óboðna gesti, hvort sem eru lif-
andi sóttkveikjur, aðskotahlutir eða hrörnaðar leifar af
frumuvef líkamans. Þau hvoma í sig bráð sína, falla
sjálfar að velli sumar, en aðrar koma í þeirra stað til
að ryðja valinn. Og loks geta þær eins og áður er sagt
ummyndast og í sameiningu myndað nýjan bandvef til
að fylla í skörðin þar sem þörf gerist.
I sérhverjum ellihrumum líkama má sjá svo mikla
bandvefsmyndun, að í sumum líffærum getur orðið erfitt
að greina upphaflegu vefjafrumurnar. Það er svo að sjá,
sem þessi bandvefsmyndun er framan af miðar til að
9ræða og styrkja hinn veiklaða líffæravef, sé seinast
orðin einungis til þyngsla og tjóns líffærunum.
Eitt af alþektustu ellimörkununi er æðasigg. En það
er bandvefsmyndun í æðaveggjunum fyrir aðflutning og