Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 72

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 72
66 Einar Þorkelsson: IÐUNN að skyldarerindi átti eg að Litlalóni, en það stendur niður við sjó, ytst í jaðri Bervíkurhrauns, og var krók- urinn þangað mikill og bagalegur. Eg hafði því ætlað mér að fara frá Litlalóni um Hólahóla, stefna neðar- lega á Purkhóla og leita náttbóls á Malarrifi, sem er skamman spöl vestar Lóndröngum. Til er önnur leið frá Hólahólum austur eftir alt í Dritvík og svo yfir Djúpalónssand að Lóni. Er þá farið frá Hólahólum ofan hraunið og niður á sjávarhamra, þá er liggja óslitið til Dritvíkur, svo að hvergi má þá ofan fara, nema í sigi. Hamrar þessir heita Járnbarði, en eru í daglegu máli nefndur Barði. Fyrrum hefir verið ruddur vegur eftir brúnum Barðans, víða alltæpur og eigi rúm- ur. Fyrir langa-löngu er úr veginum hrunið og sums staðar er hann af með öllu, og er þá ekki annað að leita en upp í brunann, úfinn og illtræðan. Hæð Barð- ans yfir sjó er allsstaðar nokkur og víða mikil, en þó hvergi slík sem í Svörtuloftum, en þau liggja vestur af Saxahvolsbjargi til Ondverðarnessbjargs. Dritvík verður þar, er Barðann þrýtur að austan, og heitir þar Naggur. Tröllakirkja girðir hana að austan. Upp af Tröllakirkju gengur ávalur hamarinn, mjór og eigi hár. Hann er og nefndur Barði. Þá tekur við Djúpalónssandur. Upp í landnorðurhorni sandsins er Djúpalón, vatnsbólið frá Dritvík og Lóni. Þar eru stein- tökin fornu og bergstallurinn, er þau skal á hefja. Fram- an til við Djúpalón er kleifin upp á vesturenda Lón- bjargs og er einstigi. Allar eru leiðirnar sunnan jökuls, um hraunin og björgin, langar og seinfarnar, en engin er þó jafn ill- træð og hættuleg sem Barðinn, þeirra er greiddir hafa verið vegir um. Og á sá enginn lífsvon, er fram af Ðarðanum fellur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.