Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 8
IÐUNN Dularfull fyrirbrigði í fornritum vorum. Erindi eftir Einav H. Kvaran. Hverjum manni, sem nokkura þekking hefii á forn- rifum vorum, er kunnugt um það, að þar úir og grúir af dularfullum fyrirbrigðum. Hvort sem vér lítum í Sæ- mundareddu eða Islendingasögur eða Heimskringlu eða Fornmannasögurnar eða Biskupasögurnar, þá verður þetta fyrir oss. Vfirleitt er óhætt að segja, svo að ekki sé lengra farið að sinni, að fornritahöfundar vorir hafi trúað ýmsum dularfullum fyrirbrigðum. Hingað til hefir ekki, mér vitanlega, verið gerð nein tilraun til þess að rita um þessi fyrirbrigði í ljósi þeirrar þekkingar, sem fengist hefir með sálarrannsóknunum. Eins og þið getið nærri, ætla eg mér ekki að gera því máli full skil í kvöld. Til þess getur ekki enzt ein klukku- stund. En mig langar til að rabba dálítið við ykkur um þessi efni. Það kann að verða bendingar til þeirra, sem eru þeim ekki kunnugir, og eins að gefa tilefni til frek- ari umræðna. Tæplega þarf að taka það fram, að eg ætla ekki að kveða upp neinn dóm um það, hvað hafi í raun og veru gerst af þeim dularfullum fyrirbrigðum, sem fornrit vor skýra frá. Vér eigum engan kost á að geta vitað það. Sumar frásagnirnar eru vitanlega beinlínis skáldskapur. Aðrar virðast litaðar af þeim hugmyndum, sem ríktu, þegar sögurnar voru ritaðar, þó að bak við þær kunm að hafa verið einhverjir dularfullir viðburðir. Vér getum ekki komist lengra, en ef vér gætum að einhverju leyti

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.