Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Blaðsíða 97

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Blaðsíða 97
ÍÐUNN Nýjar bækur. 419 lingum og vesalmönnum — góðlátleg ádeila að vísu, en ekki síður »sláandi« fyrir því. Og þessi ádeila er full- komlega samofin efninu, svo hún fellur ekki utan við og missir marks. Hagalín hefir skrifað margar góðar smá- sögur, en aldrei hefir honum tekist betur. »Einstæðingar« er saga um lífslygina, lífsblekkinguna, sem slundum heldur manninum uppi. Laufey lifir í þeirri sælu trú, að Halldór hafi elskað hana og fórnað sér fyrir hana, en í raun og veru er það peningabókin, sem hann hefir látið lifið fyrir. En trú Laufeyjar gerir hana eigi að síður ríka og upplitsdjarfa. Sagan er vel sögð og grípur á mikilvægum sálfræðilegum sannindum. En er á líður söguna, verður þess of mjög vart, að það er ekki lífið sjálft eða örlögin, sem stjórna rás viðburðanna, heldur slyngur rithöfundur, sem hefir hugsað alt þetta út fyrirfram. Misgripin á bænakverinu og peningabók Halldórs, þau, er verða orsök í dauða hans, eru ekki gerð nógu sennileg. »Mannleg náttúra« segir frá sjóhrakningum fiskiskútu og lífi og athöfnum skipverja, meðan þeir eru staddir í háskanum. Þar eru lýsingar, all-nákvæmar, sem lúta að- allega að fiski- og sjómensku — að maður ekki segi nafurgatssjón með skipstjóra — og er það vitanlega ekki á færi auðvirðilegs landkrabba að dæma um sann- gildi þeirra. En mennirnir verða furðu lifandi sumir, og þó einkum skipstjóri. Honum er mætavel lýst. Og þegar horfurnar eru sem verstar, skipverjar að gefast upp og búast við dauða sínum, vekur hann lífshvalir þeirra á ný með því að kjafta við þá um kvenfólk og segja af sjálf- um sér klámsögur á ósviknu sjómannamáli. Furðar les- andann bara á því, hvað hann hefir góðan tíma til mál- æðis, enda verður ekki séð, að neinn sé við stjórn á skút- unni — mitt í fárviðrinu — meðan á þessu stendur. Það gerist harla lítið í þessari sögu, annað en kjafta- mas. En þetta kjaftamas er þanið yfir 60 bls. Eg get ekki neitað því, að mér finsi sagan nokkuð þreytandi, og tel eg hana miklu sízta af sögum þessum. En — sem sagt — eg er óbetranlegur landkrabbi og geri ráð fyrir, að sjómennirnir líti þessa hluti í alt öðru ljósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.