Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 21

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 21
‘ÖUNN DularfuII fyrirbrigði í fornritum vorum. 343 Þórgunna átti nóg fé til þess að standast kostnaðinn af Skálholtsferðinni. Á leiðinni bar það við, að sendi- mönnum, sem með líkið fara, er tekið illa á bæ einum ' Borgarfirði. Þeim er enginn greiði gerður, en þeir ætla að vera þarna matarlausir um nóttina, af því að þeir þora ekki að Ieggja í Hvítá þetta kvöld. Þá kemur frá- sögn, sem óneitanlega virðist nokkuð ýkt. Menn heyra hark í búrinu, og halda að þjófar séu komnir þar inn. En þetta er þá Þórgunna, allsnakin, og er að taka til Hat handa ferðamönnunum. Hún kemur með malinn inn ' stofuna, setti fram borð og bar þar á matinn. Heima- Hönnum varð svo mikið um þetta, að ferðamennirnir iengu hinn bezta greiða. Ekkert er ólíklegt, að Þórgunna kunni að hafa gert eitthvað vart við sig, þar sem fylgdarmenn hennar fengu svo vondar viðtökur. Til hins munu engin dæmi önnur, að svipur framhðins manns hafi matreitt og borið mat á borð. Þó er vert að geta þess í þessu sambandi, að Wð likamninga tilraun í Englandi hefir líkömuð vera tekið disk með nokkurum kökum, borið þetta öllum tundarmönnum og neytt sjálf einnar kökunnar. Gersam- tega óhugsandi er það ekki, að Þórgunna hafi fengið eitthvað svipuð skilyrði, eins og þarna voru á fundinum, °g orðið máttugri en títt er um svipi framliðinna manna. ^að er þeim mun hugsanlegra, sem ekki er ástæðulaust að aetla, af því er síðar kom fram, að einhver af ferða- "íönnunum hafi verið gæddur sálrænum hæfileikum. Ekkert gerist fleira markvert í ferðinni, né heldur að Eróðá, fyr en kvöldið, sem likmenn koma heim. Þá hóf- “st fyrirbrigðin, og það gerir ekki ósennilegt, að með e'nhverjum þeirra hafi sálrænn kraftur verið á ferðinni. sást hálft tungl á veggþili, þegar menn sátu við mál- elda á Fróðá. Allir sáu það, sem inni voru, og það hvarf

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.