Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 58
IÐUNN Myndin af Bólu-Hjálmari. Einn af hinum yngri listamönnum landsins, herra Rík- harður Jónsson, hefir gert mynd af Bólu-Hjálmari, sem ég jafnvel hefi séð prentaða framan á bókum, og sem hann hefir tekið eftir einhverjum Iýsingum á Hjálmari, því sjálfur hefir listamaðurinn aldrei séð Bólu-Hjálmar. Þegar ég var 10—12 ára, kom Bólu-Hjálmar að Hrossanesi í Hólmi, og ég veitti honum töluverða eftir- tekt. Móðir mín var heima og við yngri bræðurnir. Það var um haustkvöld, og Hjálmari var boðið inn. í Krossa- nesi var æfinlega tekið vel á móti skáldum og fræði- mönnum. Meðan Hjálmar beið eftir kaffi, og fekk það^ sat hann á stóli við borð inni í húsinu, innar af bað- stofunni, og talaði við móður mína, sem gekk um beina, en var þó mest inni. Hann var boginn í herðum og mjög baraxlaður; hárið var dökt og þunt og undir kjálk- unum hafði hann skeggkraga, sem hefði mátt kalla hý- ung; hann rakaði sig að öðru leyti. Ennið var fremur lágt, og andlitið var fremur lítið. Augun lágu djúpt í höfðinu; milli augabrúnarinnar og augans sjálfs var djúpur dalur. Augun voru grá og hörð; hann skotraði þeim á ská upp íil móður minnar, þegar hún var að tala við hann, því hann var farinn að heyra hálfilla, en hún stóð hinumegin við borðið, sem hann sat við. Kinn- beinin voru há og nokkuð roðin; þau voru ekki stór, því alt andlitið var smágert. Andlitið var magurt, og fyrir neðan kinnbeinin drógust kinnarnar fremur inn, svo það hefði mátt segja, að hann væri kinnfiskasoginn. Hann seig mjög saman þar sem hann sat. Út á föt

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.