Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Blaðsíða 34

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Blaðsíða 34
356 Fiðlarinn við Kóngsins Nýjatorg. ÍÐUNN jóla og nýárs og fór að búa uppi í sveit; hann varð víst öllum gestum þessa kaffihúss harmdauði. En fiðlarinn er þarna enn, og hann er einhver sú mesta gersemi, sem eg pekki. Raunar þekki eg manninn lítið persónulega, en það gildir einu í þessu sambandi. Hann segist munu fara í vor, og eg er steinhissa á greiðasalanum að sleppa honum fyrir nokkura muni. Eg vona, að þar sé ekkert uggvænlegt á bak við, því að fiðlarinn er allra skikkanlegasti maður og auk þess harðgiftur. Ætli það sé ekki þetta sama gamla: gestirnir vilja fá nýja menn, og á knæpum hljóta gestirnir að ráða. Einn af kunningjum mínum þekkir fiðlarann við Kóngs- ins Nýjatorg. Þeir eru meira að segja perluvinir. En það er ekki undarlegt, því að báðir eru mennirnir söng- elskir og söngfróðir. Kunningi minn etur stundum mat sinn og drekkur bjór eftir einhverju hljóðfalli, sem eng- inn heyrir nema hann sjálfur, og hann smíðar einatt heil tónverk eða raddsetur gömul þjóðlög á nóttunni, þegar eg og aðrir menn sofa. Annars kvað hann lesa efnafræði, og svo mikið er víst, að allan Iiðlangan daginn stendur hann upp á end- ann úti á fjöllistaskólanum við Silfurtorg og lifir þar og hrærist í banvænu lofti, sem mundi sennilega steindrepa alla venjulega menn á nokkurum sekúndum. Eg veit til þess, að hann hefir gengið með nokkur korn af ein- hverju dufti í vestisvasa sínum, og hann segir glottandi, að það muni líklega nægja til þess, að sálga öllum toll- heimtumönnum og bersyndugum, ef laglega væri á haldið. Síðan eg heyrði þetta, hefi eg aldrei þorað að úthella hjarta mínu fyrir honum. Eg hefi stundum meira að segja varizt allra frétta, ef við höfum verið tveir einir saman. En fiðlarinn við Kóngsins Nýjatorg sagði honum um daginn ævisögu sína — og lifir þó enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.