Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 28
350 Dularfull fyrtrbrigði í fornritum vorum. IÐÚNN enn þat mun eigi undarlegt þykkja, þó at þú hljótir eigi mikit happ af mér; enn þat má ek segja þér, at þú hefir nú fengit helming afls þess ok þroska, er þér var ætlaðr, ef þú hefðir mik eigi fundit; nú fæ ek þat afl eigi af þér tekit, er þú hefir áðr hrept, enn því má ek ráða, at þú verðr aldrei sterkari enn nú ertu, ok ertu þó nógu sterkr, ok at því mun mörgum verða. Þú hefir frægr orðif hér til af verkum þínum, enn héðan af munu falla til þín sektir ok vígaferli, enn flest öll verk þín snúast þér til ógæfu ok hamingjuleysis. Þú munt verða útlægr gerr, ok hljóta jafnan úti at búa einn samt; þá legg ek þat á við þik, at þessi augu sé þér jafnan fyrir sjónum, sem ek ber eftir, ok mun þér þá erfitt þykkja einum at vera ok þat mun þér til dauða draga“. Ok sem þrællinn hafði þetta mælt, þá rann af Gretti ómegit, þat sem á honum hafði verit. Brá hann þá saxinu, ok hjó höfuð af Glámi ok setti þat við þjó honum. Bóndi kom þá úf, ok hafði klæðst á meðan Glámr lél ganga töluna, enn hvergi þorði hann nær at koma, fyrr enn Glámr var fallinn. Þórhallr lofaði guð fyrir, ok þakkaði vel Gretti, er hann hafði unnit þennan óhreina anda. Fóru þeir þá til ok brendu Glám at köldum kolum. Hvað eigum vér nú að hugsa um þetta alt saman? Þeirri spurningu er eg ekki fær um að svara. Vmsum getum hefir verið um þetta leitt. Sumir hafa auðvitað talið það alt ósannan tilbúning. Séð hefi eg þá tilgátu á prenti, að það hafi verið bjarndýr, sem þarna var á ferðinni. Eg get hugsað mér, að Glámur hafi aldrei verið til. En eg get ekki hugsað mér, að hann hafi verið bjarndýr. Mér finst það svo fjarri öllum sanni, að ekki þurfi orðum að því að eyða. Sannast að segja er það mín skoðun, þó að eg haldi henni ekki fram sem neinum áreiðanlegum sannleik, að mikill sannindakjarni sé í sögunni. Eg skal fyrst taka það fram, hvað mér þykir ólíklegt við söguna. Að miklu leyti er blandað inn í hana þeim misskilningi, sem eg drap á í upphafi þessa máls, að afturganga Gláms hafi verið á ferðinni í hinum jarðneska

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.