Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Qupperneq 61
IÐUNN
Myndin af Bólu-Hjálmai i.
383
honum verður litið upp á túnið hjá sér og sér, að
Hjálmar er farinn um, og stikar stórum.
Guðmundur skildi ekkert í því, hver, svo sem hann
kvað á, hefði hvíslað því að Hjálmari að fara upp á
melinn í þetta eina skiftið.
Hann sagði Jónasi á Tunguhálsi þessa sögu seinna.
Jónas var faðir síra Jónasar á Hrafnagili. Jónas spurði
hann, hvort hann hefði nú átt það víst, að fara ekki
sjálfur í ána í viðureigninni við Hjálmar. Honum þótti
Hklegast, að Hjálmar færi í ána. »En ég hélt, að ég
mundi að minsta kosti geta fengið hann með mér, og
þá þótti mér tilvinnandi að fara sjálfur«.
Macauley segir í einhverri af hinum frægu ágætis-
ritgerðum sínum, að þó lýðhyllin sé álitin óstöðug, þá
sé hún í rauninni alt annað, og sýnir fram á dæmi um
það, að þeir, sem einu sinni hafi áunnið sér og notið
lýðhylli, missi hana einna síðast af öllu. Hér á landi
mætti til að sanna það gagnstæða — með lýðóvildina —
benda á skoðanir Islendinga á Gissuri jarli Þorvaldssyni.
Hann var mikilmenni, sem vann stórvirki, en lands-
menn hafa borið torfuna á bakinu vegna framkvæmda
hans nú í sex aldir. En verkin þurfa ekki að vera
svo stórfeld sem hans til þess að Iengi haldist við
skugginn af óvildinni eftir manninn. Einar H. Kvaran
kom fyrir 3 eða 4 árum á bæ í Blönduhlíð í Skaga-
firði. Með honum var síra Tryggvi bróðir hans, prestur
á Mælifelli. Bólu-Hjálmar barst þar í tal, og Einar
Kvaran fór um hann nokkrum lofsamlegum orðum.
Hann tekur þá eftir því, að húsfreyjan er komin í geðs-
hræringu, og síra Tryggvi bróðir hans hnippir í hann
og hvíslar að honum: »Hér má ekki hrósa Bólu-Hjálm-
ari«. — Þetta var þó hálfri öld eftir að Hjálmar var