Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 66

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 66
388 Ungir rithöfundar. ÍÐUNN miklum erfiðismunum, ötullegri ástundun og rækilegri þjálfun hæfileikanna. Náðargáfan er fjörugt ímyndunarafl og magnað hugmyndaflug, sem sterklegu taumhaldi verður að ná á, en þetta er að eins skilyrði frjósams höfundskapar og þar næst atorka og starfsemi. Höfund- skapurinn sjálfur er að eins kunnátta og tamið listfengi, þótt frumatriði þess séu stundum að allmiklu leyti með- fædd, um meðferð máls og hugmynda og þar með rit- list í þröngri merkingu, gerð og niðurskipun bókstafa, kunnátta í máli þjóðarinnar í sýnilegum búningi. Höfund- skapurinn er íþrótt, andríkið gáfa; gáfan er á flugstig, en íþróttin tornumin. Það er því engin furða, þótt nokkur missmíði og vansmíði væru á fyrstu bók Halldórs, er kom út að honum seytján ára gömlum (»Barn náttúr- unnar«, 1919). Þó mátti þar þegar sjá, að nýstárlegt höfundarefni var á ferðinni, en taumleysi skáldnáttúrti Halldórs gerði honum nú sama gagn, sem hættur úti- náttúrunnar gera piltunum úr Öræfunum að dómi vísinda- mannsins. Ómild gagnrýnin kendi honum að gera betur. I næstu bók Halldórs, er kom út að honum liðlega tvítugum fjórum árum seinna (»Nokkrar smásögur4, 1923), koma rithöfundar-hæfileikar hans og einkenni skýr- ara í ljós, enda hefir þá bráðlæti æskumannsins um að koma sér fljótt áfram verið farið að brá af honum, o9 hann hafði þá farið utan, en fátt þroskar menn hraðar, þá, er þroska eru færir að taka andlega, en utanfarir með kynningu af margbreyttu og misjöfnu lífi og Ys' mikilli starfsemi menningarþjóðanna, og missa ekki Or- æfin neins í um gildi sitt fyrir það. Þau geta eins fYrir því síðar glætt andríki háskólakennara, sem ungir hafa notið þessara kynna. En enn þá betur njóta sín höf- undarhæfileikar Halldórs í þriðju bðk hans, er kom ári síðar (»(Jndir Helgahnúk«, 1924), því að í henni

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.