Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 37
idunn
Fiðlarinn við Kóngsins Nýjatorg.
359
fiðlaranum og gerði honum orð að finna sig hið bráð-
asta og spila fyrir sig. En þegar fiðlarinn skömmu síðar
kom heim til K. N., var K. N. farinn í sólbað suður til
Ítalíu. Næst þegar fiðlarinn kom heim til K. N., var
K. N. í afmælisveizlu lengst úti á Friðriksbergi. Og
seinast þegar fiðlarinn fór til fundar við K. N., var
honum sagt, að því miður stæði svo illa á, að í dag
væri afmælisdagur K. N’s. sjálfs, og öllum fjarskyldum
mönnum væri stranglega bannaður aðgangur. Þá afréð
fiðlarinn að fara aldrei framar að finna herra K. N. —
En mánuði síðar fór hann með isbrjót austur yfir
Eyrarsund, settist að í Málmhaugum og spilaði þar í
hljómsveit í heilt ár. Þá datt honum í hug að reyna að
komast alla leið suður til þeirrar borgar, er Praha
nefnist og læra þar meira, en hann kom við í Kaup-
mannahöfn, fekk atvinnu á kaffihúsinu við Kóngsins Nýja-
torg og hefir spilað þar síðan. Hamingjan má vita, hvort
hann kemst nokkurn tíma suður til Praha, því að nú á
hann orðið fimm börn og segist ekki framar leggja
upp grænan eyri. —
III.
Kveld eitt um daginn, í frosti og hríð, sátum við þrír
saman á kaffihúsinu við Kóngsins Nýjatorg. Fólkið úr
honunglega leikhúsinu var enn ókomið, og flest sæti
voru auð. Þá spilaði hljómsveitin fyrir okkur Vorkveðju
Qrieg’s, sem mér hefir alltaf fundizt eitt af furðulegustu
listaverkum norræns anda. Eg heyrði snjóskriðurnar
hrynja niður hlíðarnar og fyrstu vorlækina geysast úr
helköldum klakadróma vetrarins — það var að því
homið, þegar allt endar í algleymisfögnuði yfir tilver-
verunni. — Þá opnuðust skyndilega litlar dyr, beint