Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 56
378 Upton Sinclair. IÐUNN finnur hver og einn markmið sitt og keppikefli, ýmist fyrir fimm eöa tíu cent . . . Við ruddum okkur braut gegn um kösina og virtum þögulir fyrir okkur þessa vasaútgáfu af mætti verzlunar- valdsins og dýrð, og löngu eftir að við vorum komnir í kyrlátari götur, gaf Sinclair því engan gaum, þótt ég yrti á hann, unz hann segir upp úr eins manns hljóði: „Já, prangararnir stjórna heiminum“. — Hvers vegna er ég í rauninni að segja frá þessu litla atviki? Kannske sem sönnun þess, að miklir menn geti komið með yfirlýsingar, sem liggja í augum uppi? Nei, sannleikurinn er sá, að þessi einfalda upphrópun túlkaði mér sálræna reynslu — að minsta kosti jafn djúpa og ýmsar andríkustu setningarnar í bókum Sinclairs. í allri sinni einfeldni flutti hún mér hið óbilgjarna preterea censeo, sem gengur eins og rauður þráður gegn um starfsemi og persónuleik þessa manns, — hið sam- kvæmnisbundna viðhorf þjóðspekingsins, jafn óglapið gagnvart sakleysislegu leikspili hversdagsleikans eins og höfuðstraumum aldarfarsins. 6. I hinni víðfrægu grein minni á fimtugsafmæli Sinclairs í Alþýðublaðinu s.l. vetur komst ég einhvern veginn þannig að orði, að ég hefði fáa menn fyrir hitt öllu sneyddari trúarlegri hygð eða yfirnáttúrlegri en hann. Þegar ég hugsa um Sinclair, dettur mér æfinlega í hug setning úr Töfrafjallinu eftir Thomas Mann, sem segif eitthvað á þá leið, að vegna kærleiks síns til lífsins, eigi maðurinn að haga sér þannig, sem væri enginn dauði til. Hafi ég nokkru sinni kynst manni, sem væri líkamning þessarar hugsunar, þá var það Upton

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.