Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 26

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 26
348 Dularful) fyrirbrigði í fornritum vorum. IÐUNN menn og skepnur. Grettir, sem þá er á ýmsa lund ein- hver mestur atgerfismaður landsins, er að svipast um eftir því, hvar hann fái að fullu reynt afl sitt og karl- mensku. Nú þykir honum bera vel í veiði að reyna sig við þennan ófögnuð á Þórhallsstöðum. Svo að hann fer þangað. Fyrstu nóttina, sem hann gistir þar, verður einskis vart, eins og Glámur hafi haft einhvern beyg af Gretti. Aðra nóttina drepur hann hest Grettis. Þriðju nóttina gerist viðureign þeirra, og frá henni er ef til vill snjallara skýrt en nokkurum öðrum draugagangi í heim- inum. Eg get ekki stilt mig um að lesa ykkur hana. Þó að mörgum ykkar sé hún kunn, þá geri eg ráð fyrir að einhverjir séu hér inni, sem ekki hafa lesið Grettissögu, sízt nýlega. Eg byrja þar, er Glámur hafði drepið hest Grettis. Þórhallr sagði Gretli, hvar þá var komit, ok bað hann foröa sér — ,því at víss er dauðinn, ef þú bíðr Gláms". Grettir svarar: „Eigi má ek minna hafa fyrir hest minn enn at sjá þrælinn". Bóndi sagði, at þat var eigi bati at sjá hann — „því at hann er ólíkr nokkurri mannlegri mynd; enn góð þykki mér hver sú stund, er þú vilt hér vera“. Nú líðr dagrinn, ok er menn skyldi fara til svefns, vildi Grettir eigi fara af klæðum, ok lagðist niðr í setið gegnt lokrekkju bónda; hann hafði röggvarfeld yfir sér, ok lcnepti annat skautit niðr undir fætr sér, enn annat snaraði hann undir höfuð sér ok sá út um höfuðsmáttina. Setstokkr var fyrir fram- an setit, mjök sterkr, ok spyrnti hann þar í. Dyraumbúningr- inn allr var frá brotinn útidyrunum, enn nú var þar fyrir bundinn hurðarflaki ok óvendilega um búit. Þverþilit var alt brotit frá skálanum, þat sem þar fyrir framan hafði verit, bæði fyrir aftan þvertréit ok neðan. Sængr allar váru ór stað færðar. Heldr var þar óvistlegt. Ljós brann í skálanum um náttina; ok er af myndi þriðjungr af nátt, heyrði Grettir út dynur miklar; var þá farit upp á húsin, ok riðit skálanum ok barit hælunum um þekjuna, svá at brakaði í hverju tré. Því gekk lengi, þá var farit ofan af húsun- um ok fil dyra gengit; ok er upp var lokit hurðinni, sá Grettir, at þrællinn rétti inn höfuðit, ok sýndist honum afskræmilega mikit ok undarlega siórskorit. Glámr fór seint, ok rélfisl upp, er hann

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.