Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 12
334 Dularfull fyrirbrigöi í fornritum vorum. IÐUNN „Eru þat svik ein, | es séa þykkjumk eða ragnarök? | Ríða menn dauðir, es jóa yðra | oddum keyrit, eða es hildingum | heimför gefin?" Ambáttin á tal við Helga. Hún fer heim til húsmóður sinnar og segir henni, að ef hún vilji tala við mann sinn, skuli hún koma til fundar við hann, og að hann biðji hana að líkna sér og draga sviðann úr sárum sínum. Hún flytur mál hans í kviðunni með þessum orðum: „Út gakk Sigrún | frá Sevafjöllum, ef þik folks jaðar | finna lystir; (upp’s haugr lokinn, | kominn es Helgi) dolgspor dreyra, | döglingr bað þik, at sárdropa | svefja skyldir “. Sigrún fer nú að finna Helga, og verður mjög fegin fundi þeirra, þó að hann sé dauður. Hún sér, að mjög þunglega er ástatt um hann. Og hún spyr, hvernig hún geti hjálpað honum. Þá kemur þaö stórmerkilega svar, að örðugleikar hans stafi allir frá henni. Þeir orsakast af harmi hennar og gráti. Þetta er orðað í þessum átakanlegu og afburða skáldlegu línum: „Ein veldr þú Sigrún | frá Sevafjöllum, es Helgi es | hrædögg sleginn. Grætr gollvarið | grimmum tárum sólbjört, suðræn, | áðr sofa gangir, hvert fellr blóðugt | á brjóst grami, úrsvalt, innfjalgt | ekka þrungit. Eftir þennan fund þeirra kom Helgi ekki til mannheima. Auðvitað er þetta alt skáldskapur, en engin sannsögu- leg frásögn. En í þessum skáldskap virðist vera djúp- settur sannletkur, sennilega runninn upp af einhvern reynsluþekking forfeðra vorra. í sálarrannsóknunum hefir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.