Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Blaðsíða 31

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Blaðsíða 31
ÍÐUNN Dularfull fyrirbrigði í fornritum vorum. 353 komið væri inn hjá kristnum mönnum hleypidómum gegn þessum tilraunum, þá virðast þær að minsta kosti stund- um hafa verið fagrar athafnir. Fornrit vor eru að mörgu leyti einstæð, og þar á meðal að því leyti, að eitt þeirra, Þorfinns saga Karlsefnis, segir allgreinilega frá einum slíkum tilraunafundi. Slík lýsing mun hvergi vera til annarstaðar í bókmentum neinnar þjóðar. Eg hafði hugs- að mér að lesa ykkur þá frásögn í kvöld. En þetta er orðið lengra mál en svo, að eg vilji lengja það frekara að neinum mun, og verð að láta mér nægja að vísa ykkur til sögunnar. En eitt langar mig til að taka fram að endingu. Þegar þið athugið þau atriði, sem eg hefi drepið á, og önnur dularfull atriði í fornritum vorum, sem eg hefi orðið að sleppa, — finst ykkur þá ekki að hugsunarháttur for- feðra vorra hafi legið nokkuð nærri spíritismanum? Sannleikurinn er sá, að fornrit vor eru mörg ofin spíri- tistisku ívafi frá byrjun til enda, þó að mönnum hafi ekki á þeim tímum hugkvæmst að leita sannana í nú- tíðarskilningi. Að undantekinni heilagri ritningu, standa þau ef til vill nútíðar-spíritismanum næst af öllum ritum liðinna tíma fram að 19. öldinni. Sumir hafa gert sér í hugarlund, að spíritisminn sé sérstaklega óþjóðleg hugar- stefna. Einhverstaðar hefi eg séð mér brugðið um það, að eg hafi með spíritismanum flutt inn í landið ameríska vitleysu, sem enga rót eigi í íslenzkri þjóð. Þá er Sæ mundar-Edda og Heimskringla, Njála og Laxdæla, Eyr- byggja og Biskupasögurnar mjög óþjóðlegar bækur. Og eg ætla að bæta því við, að þá eru Passíusálmarnir með sínum englahugmyndum og þjóðsögur ]óns Árnasonar furðu óþjóðlegar bækur. Spíritisminn er ekki fundinn upp á 19. öldinni. Hann tók þá þeim gagngerðum breyt- ingum, að hann var gerður að rannsóknarefni og sann- ana var farið að leita fyrir honum. En líklegast er hann jafngamall viti mannanna. Og eg hygg, að ekki láti fjarri að segja, að hann hafi, með sérstökum og óvenjulegum hætti, verið ofinn saman við andlegt líf íslenzkrar þjóðar alt frá öndverðu og fram á þennan dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.